Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 2405 4to

Arnbjörg ; Ísland, 1780

Titilsíða

Arnbjörg æruprýdd dándiskvinna á vestfjörðum Íslands, afmálar skikkun og háttsemi góðrar húsmóður í hússstjórn, barna uppeldi og allri innanbæar búsýslu. Af Birni prófasti Halldórssyni. (2r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-32r)
Arnbjörg æruprýdd dáindis kvinna á Vestfjörðum Íslands
Notaskrá

Kom út á prenti í tímariti Húss og bústjórnarfélagi Suðuramtsins. Sjá Björn Halldórsson: Arnbjörg æruprýdd dáindis kvinna á Vestfjörðum Íslands . Reykjavík 1843.

Einnig útgefið af Agli Jónssyni Stardal árið 1973, sjá: Arnbjörg æruprýdd dáindis kvinna á Vestfjörðum Íslands

Einnig útgefið af Búnaðarfélagi Íslands árið 1983, sjá: Rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal

Um ævi Björns í Sauðlauksdal má lesa í riti Björns Þorgrímssonar: Ævi síra Bjarna Halldórssonar , Kaupmannahöfn 1799.

1.1 (1r-32v)
Arnbjörg æruprýdd dáindis kvinna á Vestfjörðum Íslands
Upphaf

Óttastu guð og haltu hans boð …

Niðurlag

… það styrkir höfuð og alla heilbrigði bæar fólksins.

1.2 (31r-32r)
Efnisyfirlit
Titill í handriti

Inntak framanskrifaðra blaða

Athugasemd

Björn skipti handritinu niður í 71 undirkafla og er heitis hvers þeirra getið í efnisyfirlitinu.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 34 + i blöð, þar með talin blöð merkt 15bis og 22bis (210 mm x 160 mm). Auð blöð: 11r, 22r og 32v.
Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er 132-170 mm x 117-122 mm.

Línufjöldi er 16-24.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Björn Halldórsson

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á eftir blöðum 15 og 22 eru blaðbrotsblöð merkt 15bis og 22bis.

Titilblað með hendi Páls Pálssonar.

Band

Band frá því um 1850-1870 (208 mm x 165 mm x 11 mm).

Pappakápa.

Límmiði á framhlið og kili.

Páll Pálsson stúdent batt inn.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, Sauðlauksdalur um 1780.
Ferill

Bjarni Þorsteinsson amtmaður eignaðist handritið eftir séra Björn Þorgrímsson á Setbergi: Þetta er eiginhandarit prófasts sr. Björns Halldórssonar, hvert ég hefi eignast úr bókasafni prófastsins sr. Björns sáluga Þorgrímssonar á Setbergi. Um ritlinginn sjálfan má annars samanlesa æfisögu sr. Björns Halldórssonar, samda af hinum síðarnefnda og prentaða í Kaupenhavn 1799. Bjarni Thorsteinsson. (2r)

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir yfirfór skráningu 3. - 9. janúar 2012 ; Sigrún Guðjónsdóttir frumskráði fyrir myndvinnslu, 12. október 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 13. október 2010.

Myndað í október 2010.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í október 2010.

Notaskrá

Höfundur: Björn Halldórsson
Titill: Rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal
Ritstjóri / Útgefandi: Björn Sigfússon, Gísli Kristjánsson, Þorsteinn Þorsteinsson
Umfang: s. 479
Lýsigögn
×

Lýsigögn