Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 2334 4to

Safn af ýmsum fornum fróðleik ; Ísland, 1894

Titilsíða

Rúnhöfði. Safn af ýmsum fornum fróðleik saman tínt af S.ighvati G.rímssyni B.orgfjörð á Höfða í Dýarfirði 1894

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-130v)
Lækningarit
Skrifaraklausa

Hér endar handrit það er ég nefni Arnarnesbók í 8 blaða broti. Það er skrifað fyrir 1766 en ekki verður séð hver það hefir ritað, nú eftirfylgir kafli eftir lausum gömlum blöðum, með ýmsum höndum

Athugasemd

Uppskrift eftir Arnarnesbók

2 (131r-146v)
Lækningarit
Skrifaraklausa

Frá No 662, á bls: 290 hefi ég skrifað eftir bók í 8vo sem ég kalla Bjarnastaðabók. Og er það fyrri partur handritsins sem hér er skrifaður. Seinni parturinn, sem hér er ekki: er með þessari fyrirsögn: Medicus: eður fagur blómaguður aldingarður, samanfléttaður af læknisdómsins blómstrum og heil.sunnar meðölum af ýmislegum Kránkdómum. Þeim til gagns og góða er slíkt girnast og með þurfa til heilsunnar viðhalds; skrifað og saman tekið úr ýmsum læknisbókum af eigandanum H. R. S. , ártal er ekkert. handritið hefur verið undir höndum Benediks Gabríels á Kúlu í Arnarfirði en ég fékk að hjá Halldóri gamla á Bjarnastöðum Halldórssyni frá Baulhúsum í Arnarfirði og mun það vera eftir föður hans [Halldór Gíslason], seinni parturinn var allur um lækningar.

Athugasemd

Uppskrift eftir Bjarnastaðabók

4 (187v-197v)
Lækningarit
5 (198r-208v)
Rúnir
Efnisorð
6 (208v-215v)
Stjörnumerki
Efnisorð
7 (215v-249v)
Rúnir og letur
8 (215r-260r)
Stjörnuspeki, handalínulist
9 (260r-261r)
Rúnir
Efnisorð
11 (261r-262r)
Línur í lófa
Efnisorð
12 (262r-265v)
Merki á mönnum
Efnisorð
13 (265v-267v)
Um náttúrusteina
14 (267v-270v)
Um nokkur grös
15 (270v-277r)
Ýmis fróðleikur
Efnisorð
16 (277v-284r)
Rúnir
Efnisorð
17 (284v-293v)
Efnisyfirlit

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 292 + i blöð (196 mm x 159 mm). Auð blöð: 1v.
Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari.

Sighvatur Grímsson Borgfirðingur.

Skreytingar

Skreytt titilsíða, litir: grænn, rauður, bleikur.

Teiking af aronsvendi á bl. 195r

Teikningar af rúnatáknum: 224r-224v, 226r-230v, 245v-249r, 274v, 276r-277r og 284r.

Band

Band frá árunum 1894-1900 (205 mm x 165 mm x 36 mm )

Bókaspjöld úr pappa klædd áþrykktum pappír. Kjölur og horn klædd brúnu skinni.

Illa farið.

Áþrykktur pappír laus frá spjöldum.

Leður á hornum slitið eða horfið.

Band laust í sér.

Límmiði á fremra spjaldi og kili.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1894.
Aðföng

Lbs 2265-2387 4to, eru meðal handrita þeirra, er safnið keypti af Sighvati Grímssyni Borgfirðingi með samningi 20. júní 1906, og afhent voru að fullu eftir andlát hans, 1930.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir nýskráði 23. - 24. maí 2011.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 4. júlí 2011.

Myndað í júlí 2011.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í júlí 2011.

Lýsigögn