Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Lbs 2330 4to

Skoða myndir

Íslendinga sögur; Ísland, 1886-1891

Titilsíða

Íslendinga sögur II. bindi. Skrifaðar á Höfða í Dýrafirði 1886-189. Sighvatur Gr[ímsson] Borgfirðingur 1891.(1r)

Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(2r-2v)
Efnisyfirlit
Titill í handriti

„Innihald“

Aths.

Efnisyfirlit handrits með upplýsingum um forrit

2(3r-23v)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

„Hér byrjast Kjalnesinga saga eður af Búa Andríðssyni“

3(24r-58v)
Harðar saga
Titill í handriti

„Sagan af Hörði, og hans fylgjurum, þeim Hólmverjum eður Harðar saga Grímkellssonar og Geirs“

Skrifaraklausa

„Enduð á Höfða í Dýrafirði á miðvikudaginn fyrir skírdag, sem var síðasti vetrardagur. Sumarpáskaárið 1886, þann 21. apríl. Sighvatur Gríms[son] Borgfirðingur(58v)“

4(59r-63v)
Um tímatalið í Harðar sögu, tekið að mestu eftir ritgjörð dr. Guðbrandar Vigf...
Titill í handriti

„Um tímatalið í Harðar sögu, tekið að mestu eftir ritgjörð dr. Guðbrandar Vigfússonar í Safni til sögu Íslands (I. b., bls. 309-311) og yfirlit yfir Kjalnesingasögu“

5(63v-70r)
Skýringar á vísunum í Harðar sögu Grímkelssonar eftir dr. Jón Þorkelsson
Titill í handriti

„Skýringar á vísunum í Harðar sögu Grímkelssonar eftir dr. Jón Þorkelsson“

Skrifaraklausa

„Aftan við eru aths. um Kjalnesingasögu og Harðarsögu (70r)“

6(70v-95v)
Ármanns saga og Dalmanns
Titill í handriti

„Ármanns saga“

Skrifaraklausa

„Aftan við (95r-95v) eru aths. um söguna“

„Endað þann 3. maí 1886 S[ighvatur] Gr[ímsson] B[orgfirðingur] (95v)“

Aths.

Fyrirsögn á blaði 94v: Appendix

7(96r-114v)
Eiríks saga rauða
Titill í handriti

„Sagan af Eiríki hinum rauða“

Skrifaraklausa

„Aftan við (114r-114v) eru aths. um söguna“

„Þann 19. júní 1886(114v)“

8(115r-206v)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

„Eyrbyggja saga“

9(207r-207v)
I. Viðbætir frá C. AM 445 í 4to á skinni. Börn Snorra og ævital
Titill í handriti

„I. Viðbætir frá C. AM 445 í 4to á skinni. Börn Snorra og ævital“

Efnisorð
10(207v-208r)
II. Viðbætir frá Hauksbók. Um manna nöfn dregin af goða nöfnum
Titill í handriti

„II. Viðbætir frá Hauksbók. Um manna nöfn dregin af goða nöfnum“

Efnisorð
11(208r-211r)
Tímatals-tafla yfir Eyrbyggja sögu (sbr. Um tímatal í Safni til sögu Íslands ...
Titill í handriti

„Tímatals-tafla yfir Eyrbyggja sögu (sbr. Um tímatal í Safni til sögu Íslands etc. I. 185-502)“

Efnisorð
12(211v-219v)
Skýringar yfir vísurnar í Eyrbyggja sögu
Titill í handriti

„Skýringar yfir vísurnar í Eyrbyggja sögu“

13(219v-221r)
Eftirmáli
Titill í handriti

„Eftirmáli“

Aths.

Um útgáfur Eyrbyggju

Efnisorð
14(221v-243r)
Hallfreðar saga vandræðaskálds
Titill í handriti

„Hallfreðar saga“

Skrifaraklausa

„Aftan við (242v-243r) eru aths. um söguna“

15(243v-246r)
Helga þáttur og Úlfs
Titill í handriti

„Frá Helga og Úlfi“

Aths.

Framan við: Skrifað hér eftir Pröver bls. 59-63, en prentað þar eftir Flateyjarbók frá enda 14. aldar.

16(246r-247v)
Stúfs þáttur
Titill í handriti

„Þáttur af Stúf Kattarsyni“

Skrifaraklausa

„Skrifað á páskadaginn 1. apríl 1888 á Höfða í Dýrafirði af Sighvati Gr[ímssyni] Borgfirðingi (247v)“

Aths.

Stúfs þáttur hinn skemmri

Framan við: Skrifaður hér eftir "Pröver" … jafnframt með broti af hinni stuttu frásögn er finnst í Morkinskinnu …

17(248r-313v)
Um Gunnbjarnar-sker
Titill í handriti

„Um Gunnbjarnar-sker“

Skrifaraklausa

„Endað 12. sept. 1891(113v)“

Aths.

Hluti af Grönlands Historiske Mindesmærker, úr 1. bindi

Athugasemdir og skýringar á dönsku hafa verið þýddar á íslensku

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
314 blöð (210-215 mm x 175 mm) Autt blað: 1v
Umbrot
Griporð víða
Skrifarar og skrift

Ein hönd ; Skrifari:

Sighvatur Grímsson Borgfirðingur

Skreytingar

Litskreytt titilsíða, litir gulur, rauður, blár

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1886-1891

Handritið er II. hluti þriggja binda sagnasafns: Lbs 2328 4to - Lbs 2330 4to

Ferill

Handritið er meðal þeirra sem keypt voru af Sighvati Grímssyni Borgfirðingi með samningi 20. júní 1906 og afhent voru að fullu eftir andlát hans árið 1930

Aðföng

Lbs 2265-2387 4to, eru meðal handrita þeirra, er safnið keypti af Sighvati Grímssyni Borgfirðingi með samningi 20. júní 1906, og afhent voru að fullu eftir andlát hans, 1930.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 13. janúar 2010 ; Handritaskrá, 3. b. ; Sagnanet 3. desember 1999
Viðgerðarsaga

Athugað 1999

« »