Skráningarfærsla handrits

Lbs 2324 4to

Rímnasafn ; Ísland, 1889-1891

Titilsíða

Rímnabók eftir ýmsa höfunda IV. Skrifuð 1889-1891. S. Gr. B.. (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r)
Efnisyfirlit
2 (3r-58v)
Rímur af Þorgils Orrabeinsfóstra
Titill í handriti

Rímur af Þorgils Orrabeinsfóstra, kveðnar af Þorsteini Magnússyni á Hæli í Hreppum, 1689.

Vensl

Handritið sem Sighvatur lýsir og hefur skrifað upp eftir er ÍB 428 4to.

Upphaf

Þundar haukar þernu orðs / þrátt með gýgjar vindi …

Skrifaraklausa

Jón Borgfirðingur í Reykjavík léði mér handritið sem ég skrifaði eftir og var það auðsjáanlega aftan af gamalli bók sem fleiri rímnaflokkar hafa verið á, t.d. Ferakuts rímur og Otúels rímur. Það sást á saurblaði aftan til. Bókin var með fljótaskrift og ágætum uppdráttum, þéttskrifuð og engin erindaskil. - Jón hafði skrifað framan á rímurnar bæjarnafn höfundarins á Hæli í Hreppum. Aftan á handritinu stóð þessi vísa með sömu hönd (settletri) og upphöfum rímnanna: "Litars þrotin lútinn hvítings heitir, / læting kæti þrætu græting mæta, / veit ég máta vitinn óttast glæta, / vitur auðs fit ef rit ónýtt samt liti, / oturs bóta bæti Gautar lítinn, / betur að geti leturs hretið metið, / bát upp út ég brotinn nú til þrauta, / brjótum spjóta og snótir mót gang þrjóti." Skrifað á Stað í Grindavík - (þetta er allt með sömu hönd en þá hefir Jón Borgfirðingur bætt við, -) „af Magnúsi Vigfússyni, um 1781.“ Aftan á handritið var síðast skrifað með fallegri lærðri hönd: „Veleðla Maðme. Jórunn Sigurðsdóttir /á þessa bók með réttu / Finis testr / G. Thorleifsson.“ Rímurnar eru mjög fágætar og eru víst ekki til á neinum söfnum svo ég hafi séð um getið í bókaskrám. Ég hefi skrifað þær upp á Höfða í Dýrafirði á jólaföstunni , og endað þær að kveldi þess 20. Decbr. 1889, sem er mitt afmæliskveld. Sighvatur Grímss: Borgfirðingur.

Athugasemd

14 rímur.

Efnisorð
3 (59r-71v)
Rímur af Hákoni Hárekssyni norska
Titill í handriti

Rímur af Hákoni Hárekssyni, kveðnar af Jóhannesi Jónssyni bóndasyni á Syðra-Skörðugili í Skagafirði.

Upphaf

Í Norveg einn mætur mann / mettur aura safni …

Skrifaraklausa

Jón Jónsson í Ytri-Hjarðardal í Önundarfirði léði mér handritið sem ég skrifaði eftir, og hefir hann ritað það sjálfur, 1888, og voru rímurnar þar mansöngvalausar. Eftir því sem skáldið telur frá byggingu Íslands 957 ár, þá eru rímurnar ortar 1831. Þær hafa verið prentaðar í Viðey 1836, en þær gat ég hvergi fengið nú til þess að ná mansöngvunum . Ég hefi skrifað þær á Höfða 24.-29. mars 1890. S. Gr. B.

Athugasemd

Fimm rímur.

Efnisorð
4 (72r-73r)
Mansöngur
Titill í handriti

Einn mansöngur

Upphaf

Enn um stund á sónar sund / læt ég Austra knörinn …

Skrifaraklausa

Þessi mansöngur er skrifaður hér eftir lítt læsilegu handriti. Þar voru á Cyrilló rímur, brot úr Svoldar rímum eftir Sigurð Breiðfjörð. Mansöngurinn byrjaði á miðju blaði á hægri hönd, þar sem Cyrilló rímur enduðu, og náði ofan á rönd á blaðinu hinu megin, en varð ekki lesið fyrir deyfu og fúa. Hann finnst ekki í Líkafróns rímum Breiðfjörðs, og ekki þeim sem Árni Eyjafjarðarskáld hefir ort, en úr hverjum rímum hann er, get ég nú ekki vitað.

Efnisorð
5 (73r-73v)
Vambar rímur
Titill í handriti

Mansöngur úr Vambar rímum (brot).

Upphaf

… áður tjáða / þó í engjar óspakur …

Skrifaraklausa

Í Digtn. på Island bls. 208 segir dr. Jón Þorkelsson: „Samkvæmt Hallgríms Jónssonar Rithöfundatali, bls. 425, hefir Sigmundur Helgason bóndi í Köldukinn í Húnavatnssýslu, kringum ár 1700 , ort rímur út af þessu efni, (Rímur af Vambarljóðum) en þær þekki ég ekki.“ Þetta brot hér er skrifað eftir 1. blaði í 8vo með stóru settletri, hitt allt annað var glatað, og ég veit ekki hvort það hefir verið ein eða fleiri rímur, eða eftir hvern.

Efnisorð
6 (74r-117v)
Rímur af Skáld-Helga
Titill í handriti

Skáld-Helga rímur

Upphaf

Fyrrum átti ég fræða brunn, / fékk ég af skemmtun ljósa …

Athugasemd

Sjö rímur.

Efnisorð
7 (118r-132v)
Rímur af krosstrénu Kristí
Titill í handriti

Rímur af krosstrénu Kristí, sem og kallast Adams rímur, ortar af síra Sigurði Jónssyni á Presthólum.

Upphaf

Út skal leiða Yggjar skeið / óðs á brimla mýri …

Skrifaraklausa

Skrifaðar hér eftir tveim handritum gömlum og er annað þeirra mansöngvalaust og fyrirsagnarlaust með öllu. Rímurnar eru í safni Bókmenntafélagsins í nr. 183 4vo, ; 374 8vo, og eru þær nefndar Krossrímur, en í nr. 651 8vo, og í nr. 135 á Lbs nefndar Krosstrésrímur. (118r)

Athugasemd

Fimm rímur.

Efnisorð
8 (133r-175v)
Rímur af barndómi Jesú Krists
Titill í handriti

Maríurímur eður Rímur af barndómi Jesú Krists, ortar af síra Guðmundi Erlendssyni presti á Felli í Sléttuhlíð, 1634-1668.

Upphaf

Ei mun gott að Austra kyr / uppi ferjan standi …

Skrifaraklausa

Rímur þessar eru til í mörgum handritum. Í Bókmenntafélagssafninu í Kaupmannahöfn, eru þær til í þessum handritum: nr. 53, 110, 115, 340 (brot), 394, heilar, 599 (kallaðar Maríu- eða Jesúrímur); 657; 675 (eignaðar síra Sigurði Jónssyni.); 368 (kallaðar Barndómsrímur). Í Reykjavíkursafni Bókmenntafélagsins eru þær, nr. 230, kallaðar Barndómsrímur, og vantar framan og aftan af. Hér eru þær skrifaðar eftir tveimur handritum. Annað er gamalt, líklega frá 17. öld, með settletri í 8vo og vantar framan og aftan af, það er í sjálfu sér réttara og betra, kallað hér A. Hitt er með hönd Magnúsar Magnússonar á Núpi í Dýrafirði, skrifað seint á 18. öld, og vantar framan af, kallað B. Byrjunina hefi ég skrifað eftir þriðja handritinu, gömlu og góðu. (133r)

Athugasemd

Tíu rímur.

Efnisorð
9 (176r-188v)
Rímur af sjö sofendum
Titill í handriti

Rímur af sjö sofendum, ortar af Guðmundi Bergþórssyni.

Upphaf

Upp skal setja einföld ljóð / um efni fyrri tíða …

Skrifaraklausa

Rímur þessar eru skrifaðar eftir gömlu handriti í 8vo. Þar á voru líka ýmisleg kvæði. Þær hef ég aldri séð, nema þessar einu, og ekki heyrt um aðrar getið. (134r)

Athugasemd

Fjórar rímur.

Rímurnar eru eignaðar Guðmundi Bergþórssyni í handritinu.

Efnisorð
10 (189r-202r)
Rímur af Eiríki víðförla
Titill í handriti

Rímur af Eiríki víðförla, ortar af Guðmundi Bergþórssyni.

Upphaf

Mörgum þykir merkilegt / mannvitsgæddum lýði …

Skrifaraklausa

Skrifaðar hér eftir röngu handriti gömlu. Það var tileinkað að aftan til "Þórunni Magnúsdóttur á ??ðnanesi" … Eiríks rímur eru í handritasafni Bókmenntafélagsins, í nr. 96 4to; nr. 131 8vo eignaðar þar Árna Böðvarssyni; nr. 304 8vo brot; nr. 7 (í Rvík); nr. 214 (í Rvík) brot. (189r)

Athugasemd

Fjórar rímur.

Efnisorð
11 (202v-300r)
Rímur af Bálant
Titill í handriti

Rímur af Ferakut og Bálant, ortar af Guðmundi Bergþórssyni 1701.

Upphaf

Herjans skyldi ég horna straum / hella á kerin óma …

Skrifaraklausa

Skrifaðar hér eftir handriti í 8vo með fljótaskrift frá seinni hluta 18. aldar. Rímurnar eru til í handritasafni Bókmenntafélagsins: nr. 176 4to mansöngvalausar; nr. 200 4to, svo að kalla heilar. Nr. 309, heilar. Nr. 174 8vo heilar. Nr. 278 8vo brot; nr. 297 8vo heilar. (202v)

Athugasemd

24 rímur.

Efnisorð
12 (300v-304v)
Rímur af Jannesi
Titill í handriti

Jannesarríma, ort af Guðmundi Bergþórssyni.

Upphaf

Verður Herjans vara bjór / við skáldmæli kenndur …

Skrifaraklausa

Hún er til í safni Bókm.félagsins, nr. 32 8vo; nr. 24 í Reykjavíkurdeild og nr. 196 í sama safni, en óvíst að hún sé til heil. Hér er hún skrifuð eftir gömlum blöðum með settletri. (300v)

Athugasemd

86 erindi.

Efnisorð
13 (305r-305v)
Rímur af sjö sofendum
Skrifaraklausa

Eftir það ég hafði skrifað Sjö sofendarímur, hér að framan, bls. 344-372, bárust mér hendur blöð, sem á var kaflar úr þeim rímum, en vantaði í nokkur blöð, sá ég þá að eftirfylgjandi erindi vanta í hér að framan. (305r)

Efnisorð
14 (306r-347v)
Bósarímur
Titill í handriti

Rímur af Herrauði og Bósa, ortar af Guðmundi Bergþórssyni 1692.

Upphaf

Forðum daga frægðir með / Fjölnis girtur eldi …

Skrifaraklausa

Skrifaðar hér eftir handriti Andrésar Hákonarsonar, rammvitlaust rituðu og sleppt öllum mansöngvum, auk þess vantaði aftan af síðustu rímunni. Rímurnar eru til í Kaupmannahafnardeild Bókmenntafélagsins nr. 41 8vo („Berlings læt ég báru jór“); nr. 149 8vo; nr. 309 4to; og í Reykjavíkursafni Bókmenntafélagsins nr. 50 4to, nr. 91 4to. 306r)

Athugasemd

15 rímur.

Efnisorð
15 (348r)
Efnisyfirlit

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 348 + i blöð (217 mm x 172 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Sighvatur Grímsson Borgfirðingur

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1889-1891.
Aðföng

Lbs 2265-2387 4to eru meaðl handrita þeirra sem safnið keypti af Sighvati Gr. Borgfirðingi, með samningi 20. júní 1906 og afhent voru að fullu eftir andlát hans, 1930.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 12. desember 2016 ; Handritaskrá, 3. bindi, bls. 302-303.

Lýsigögn