Skráningarfærsla handrits

Lbs 2322 4to

Rímnasafn ; Ísland, 1882-1889

Titilsíða

Rímnabók eftir Guðmund Bergþórsson og Snorra Björnsson II. Skrifuð á Höfða í Dýrafirði 1882-1889.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (3r-76v)
Rímur af Ambales
Upphaf

Gamalt renni Gillings vín / góms um landið mýra …

Skrifaraklausa

Endaðar 21. febr. 1882, sem var fyrsti þriðjudagur í Góu, á Höfða í Dýrafirði.

Athugasemd

19 rímur.

Efnisorð
2 (77r-131v)
Rímur af Hermanni og Jarlmanni
Titill í handriti

Rímur af Jarlmanni og Hermanni, ortar 1677 af Guðmundi Bergþórssyni.

Upphaf

Fundings renni ferjan snör / fram af landi sagnar …

Skrifaraklausa

Aftan á rímum þeim sem eftir er skrifað, stóð þetta: "Þessar rímur eru endaðar þann 5. Oktobris 1801 af Gunnlaugi Guðmundssyni", en þessar eru endaðar á Höfða í Dýrafirði, á Gvendardag, 16. marts 1882, af Sighvati Grímssyni.

Athugasemd

18 rímur.

Efnisorð
3 (132r-159v)
Rímur af Otúel frækna
Titill í handriti

Rímur af Otúel, ortar 1681 af Guðmundi Bergþórssyni.

Upphaf

Fjölnis læt ég flæðar gamm / í flegðu veðri skríða …

Skrifaraklausa

Þessar rímur hefi ég skrifað eftir sama handriti og næstu rímur á undan, og var þannig ritað aftan við þær: "Þessar rímur eru skrifaðar eftir hendi sál. Teits Jónssonar á Grímsstöðum, en hann skrifaði eftir skáldsins eigin hendi, en hvað af mér abakað vera kann, lesi í málið góðfúsi lesari, G. G.son." Það er Gunnlaugur Guðmundsson, sem bókina hefir skrifað, á henni eru 1. Jarlmanns rímur, 2. Otúels rímur, 3. Byrjun á Kappakvæði Guðmundar Bergþórssonar, 4. Um Segulsteininn og Adamas, 5. Vísa Bjarna Jónssonar á Knerri, um hrossakjötsát, 6. Rímur af Sigurgarði og Valbrandi, 7. Ballarár-annáll. Endaðar, 21. marts, þriðjudaginn fyrsta í Einmánuði, 1882 á Höfða í Dýrafirði, af Sighvati Grímssyni.

Athugasemd

Átta rímur.

Efnisorð
4 (160r-221v)
Rímur af Sigurgarði og Valbrandi
Titill í handriti

Rímur af Sigurgarði frækna og Valbrandi svikara ortar 1687 af Guðmundi Bergþórssyni.

Upphaf

Hyrjar vindur hleypa skal / Heiðólfs duggu minni …

Skrifaraklausa

Endaðar 5. apr. 1882.

Athugasemd

18 rímur.

Efnisorð
5 (222r-239v)
Jóhönnuraunir
Titill í handriti

Ævintýrið Jóhönnuraunir, ortar af síra Snorra Björnssyni á Húsafelli.

Upphaf

Uppheims rósar lagar lind / læt ég mengi svala …

Skrifaraklausa

Skrifaðar eftir Viðeyjarútgáfunni 1829, þann 18.-21. Decembr. 1883, á Höfða í Dýrafirði.

Athugasemd

Átta rímur.

Efnisorð
6 (240r-311r)
Rímur af Sigurði snarfara
Titill í handriti

Rímur af Sigurði snarfara, kveðnar af síra Snorra Björnssyni, presti fyrst á Stað í Aðalvík og síðan á Húsafelli. Skrifaðar eftir Hrappseyjarútgáfunni 1779.

Upphaf

Fjölnis rjóma ég renna læt / um Rögnis síl í boðnar strokk …

Skrifaraklausa

Byrjaðar 7. en endaðar 16. janúar, 1884, á Höfða í Dýrafirði, af Sighvati Grímss: Borgfirðingi.

Athugasemd

13 rímur.

Efnisorð
7 (311v-317r)
Ríma af Þorsteini Austfirðingi
Titill í handriti

Eitt æfintýri

Upphaf

Jörmungrunda hvíta hrafna / heyrða ég gala …

Skrifaraklausa

Endað á Höfða þ. 23. maí, sem var laugardagur fyrir hvítasunnu, 1885, af S. Gr. B.

Athugasemd

127 erindi.

Efnisorð
8 (317v-346v)
Rímur af Arnljóti Upplendingakappa
Titill í handriti

Rímur af Arnljóti Upplendingakappa, ortar af séra Snorra Björnssyni á Húsafelli.

Upphaf

Bylur Fenju etur enn / Atríðs haukum báðum …

Skrifaraklausa

Endaðar 12. júlí 1885 á Höfða, af S. Gr. Borgf.

Athugasemd

11 rímur.

Efnisorð
9 (347r-399v)
Rímur af Hálfdani Brönufóstra
Titill í handriti

Rímur af Hálfdani Brönufóstra, ortar af síra Snorra Björnssyni á Húsafelli.

Upphaf

Mín þó fljúgi mála ör / mér af sagnar boga …

Skrifaraklausa

Aðrar Brönu rímur miklu eldri eru til í safni Árna Magnússonar í Kaupm.h. eignaðar Rögnvaldi blindað. Það eru þær sem séra Snorri nefnir í síðasta mansöngnum (6. vísu) í þessum rímum. Eiginhandarrit síra Snorra af rímum þessum er enn til í handritasafni Bókmenntafélagsins í Kaupm.h. nr. 187 4to. Þær eru og til í sama safni, nr. 600 8vo, vantar aftan af, ritaðar með ýmsum höndum, og enn eru þær til á Landsbókasafninu í Reykjavík nr. 128 8vo, og 345 4to. - Byrjaðar þann 7. apríl og endaðar 16. sama mánaðar 1889 á Höfða í Dýrafirði. Sighvatur Grímsson Borgfirðingur.

Athugasemd

17 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
iii + 399 + i blöð (215 mm x 175 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Sighvatur Grímsson Borgfirðingur

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1882-1889.
Aðföng

Lbs 2265-2387 4to eru meaðl handrita þeirra sem safnið keypti af Sighvati Gr. Borgfirðingi, með samningi 20. júní 1906 og afhent voru að fullu eftir andlát hans, 1930.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 8. desember 2016 ; Handritaskrá, 3. bindi, bls. 302-303.

Lýsigögn