Skráningarfærsla handrits

Lbs 2243 4to

Samtíningur ; Ísland, 1846

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-36v)
Marteinn Lúther
Titill í handriti

Ævisaga kirkjulæriföður vors doktor Marteins Lúthers, blessaðrar minningar, samin á dönsku af prófessor N. M. Petersen, prentuð í Kaupmannahöfn 1840. Nú í einfeldni og fáfræði á íslensku snúin af Daða Níelssyni yngra frá Kleifum í Dalasýslu 1845-1846

Skrifaraklausa

Endað 12ta febrúarii 1846 D[aði] N[íelsson] (36v)

Athugasemd

Á blaði (1r) er titill og formáli þýðanda

2 (39v)
Merkilegt skoðunarspil
Titill í handriti

Merkilegt skoðunarspil (Það varð árið 1530 að fyrir Karli keisara hinum 5ta var skoðunarspil eitt leikið ...)

Efnisorð
3 (40r-44v)
Jón Ögmundsson helgi
Titill í handriti

Frá Jóni biskupi enum helga

Efnisorð
4 (44v-72v)
Bréf erkibiskupa og konunga í Noregi
Titill í handriti

Nokkur bréf erkibiskupa og konunga í Noregi sem hingað til lands hafa sem löggjafir send verið ásamt með nokkrum bréfum og skipunum hinni fyrri biskupa hér á landi og fleiru þessháttar útdregið úr biskups doktor Finns Jónssonar mikilvæga ritverki Historia ecclesiastica Islandiae fyrsta og fjórða tómus og öðru fleiru (annan og þriðja tómus á ég)

Skrifaraklausa

Hér eftirfylgja nokkur bréf (72v)

5 (74r-168v)
Kirkjusaga
Titill í handriti

Um Eusebíus

Athugasemd

Kirkjusaga eftir Eusebius á íslensku eftir danskri útleggingu

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
i + 170 + i blöð (210 mm x 170 mm) Auð blöð: 1v, 37-39r, 73 og 169-170
Umbrot
Griporð
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Daði Níelsson

Skreytingar

Litlar litskreytingar á blöðum: 85r, 92r, 101v. Litir rauður og grænn

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Aftan við handritið er óheilt blað með nótum við sálm með óþekktri hendi. Fyrsta heila ljóðlínan er: Banvæn til dauða borinn er ...

Fylgigögn

Aftan við handritið liggja 33 seðlar og blöð, flest m eð hendi Daða Níelssonar: óheilt nótnablað (með annarri hendi). Fyrsta heila ljóðlína: Hvör sér fast heldur ..., ættfræði, efnisyfirlit úr handritinu (með annarri hendi), síða úr prentuðu riti á dönsku, eitt blað þar sem greint er frá aldri þjóðþekktra manna árin 1810-1817, ættartölubrot Péturs Eyjólfssonar (2. blöð) innan í reikningi, sálmur (Ljóðið í þínu lífi vex ...), erindaupphöf í sálmi (Burt vendi neyð og kvíða ...), mánuðir gyðinga, eitt blað þar sem greint er frá atburðum í Evrópu árin 1774-1826, 4. blöð: Fáeinir einfaldir þankar að nýju uppvaktir við lestur smábóka Félagsritsins no. 25

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1846?]
Aðföng

Elina Marie Bolette (f. Fevejle, ekkja Hallgríms biskups Sveinssonar), seldi, 1929

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Blöð handrits voru ekki lesin saman

Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 5. maí 2010 ; Handritaskrá, 3. b. ; Sagnanet 6. desember 2000

Viðgerðarsaga

Athugað 2000

Lýsigögn
×

Lýsigögn