Skráningarfærsla handrits

Lbs 1938 4to

Rímnabók ; Ísland, 1903-1908

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-20v)
Rímur af Gesti og Gnatus
Titill í handriti

Rímur af Gesti og Gnatus, kveðnar af skáldinu Magnúsi Magnússyni í Magnússkógum

Upphaf

Fyrr í Vallands byggðum bjó / bóndi er nefndist Fundur …

Athugasemd

Sjö rímur.

Efnisorð
2 (20v-45v)
Rímur af Hermanni illa
Titill í handriti

Rímur af Hermanni illa, ortar af Guðbrandi Nóasyni

Upphaf

Valur Óma fljúgi frá / fram af þagnar landi …

Athugasemd

Ellefu rímur.

Efnisorð
3 (46r-106r)
Rímur af Þórði hreðu
Titill í handriti

Rímur af Þórði hreðu, ortar af Hallgri Jónssyni lækni

Upphaf

Gæti ornað gleðisól / glettu vinda kælu …

Athugasemd

Sautján rímur.

Efnisorð
4 (106v-145v)
Rollantsrímur
Titill í handriti

Hér skrifast Keisararaunir eða Rollantsrímur, ortar af sál. Þórði Magnússyni á Strjúgi

Upphaf

Mörg hafa fræðin margir fyrr / meistarar diktað fróðir …

Athugasemd

Átján rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
166 + i blaðsíður (224 mm x 179 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Júlíus Sesar Þorsteinsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1903-1908.
Aðföng

Lbs 1938-1939 4to, keypt 1923 af Elíasi Jónssyni úr Ögursveit.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 10. febrúar 2017 ; Handritaskrá, 1. bindi, bls. 618.
Lýsigögn
×

Lýsigögn