Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1766 4to

Sögu- og rímnabók ; Ísland, 1807-1808

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-23v)
Líkafróns saga og kappa hans
Titill í handriti

Sagan af Líkafrón og hans fylgjurum

Skrifaraklausa

Útenduð þann 16. janúarii 1808 af O.S.syni. - Hér er og athugasemd um efni sögunnar (23v

2 (24r-36v)
Parmes saga loðinbjarnar
Titill í handriti

Sagan af Parmes Albertssyni að auknafni kallaður Loðinbjörn

Skrifaraklausa

Lokið að Melum 1808 af O. Sigurðssyni (36v)

Athugasemd

Skrifari lýsir ruglingi í uppskrift (34v), rétt röð er 34r, 35v, 34v, 35r, 36r-36v

Efnisorð
3 (37r-46v)
Sturlaugs saga starfsama
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Sturlaugi starfsama og hljóðar svo fyrir yðrum kærleika sem fylgir

Skrifaraklausa

Aftan við er vísa o.fl. Endað að Melum við Hrútafjörð á Matthíasmessu á því áttunda ári ins fyrsta tugar þeirrar nítjándu aldar af Ol. S.syni (46v)

Athugasemd

Aftan við er vísa o.fl.

3.1 (37r-46v)
Vísa
Upphaf

Sturlaugur háði hulin gerð …

Athugasemd

Blöð 41-42 er samhangandi eyðublöð af sama toga og blöð 57-58 hér á eftir

Efnisorð
4 (47r-52v)
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Titill í handriti

Sagan af Gunnari Keldugnúpsfífli

Skrifaraklausa

Enduð að Melum við Hrútafjörð þann 23. febrú. anno 1807 af O. Sigurðssyni (52v)

5 (52v-56v)
Ajax saga frækna
Titill í handriti

Saga af Ajaxi inum frækna

Skrifaraklausa

Rituð að Melum 1808 af O. Sigurðssyni (56v)

Efnisorð
6 (56v-59r)
Sigurðar saga fóts
Titill í handriti

Sagan af Sigurði fót og Ásmundi Húnakóngi

Skrifaraklausa

1808 O. S.son (59r)

Athugasemd

Blöð 57-58 er samhangandi eins konar eyðublöð með dönskum texta

Efnisorð
7 (59v-62v)
Hróa þáttur heimska
Titill í handriti

Historía af Slysa-Hróa

Skrifaraklausa

Góða þökk tilheyrendur, bestu lesendur, öngva skrifari. - Lokið að Melum við Hrútafjörð þann 22. febrúarii af O. Sigurðssyni á því áttunda ári innar nítjándu aldar (62v)

8 (63r-66r)
Skundaríma
Titill í handriti

Búnaðarminning Skunda

Efnisorð
9 (66r-75r)
Malararíma
Titill í handriti

Malararíma, incerti authoris

Efnisorð
10 (75v-78v)
Rostungsríma
Titill í handriti

Rostungsríma Þorvaldar Magnússonar

Skrifaraklausa

Aftan við, m.h. Ólafs Sigurðssonar: Endað að Stað við Hrútaf. 1807 af O. Sigurðssyni. - Hvað misskrifast hefur í þessum bæklingi er góðfús lesari umbeðinn að lagfæra og lesa í málið og gjöra það þá svo betur fari punktum (78v)

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki

Blaðfjöldi
iv + 78 + iii blöð (197 mm x 142-160 mm)
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu (63r-78v með annarri hendi) ; Skrifarar:

I. Síra Ó[lafur] Sigurðsson (1r-62v)

II. [Síra Jónatan Sigurðsson] (63r-78v)

Skreytingar

Mannamyndir í tengslum við griporð: 7v, 8r-8v, 10v, 12v, 14r

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremra spjaldblað: Eftirfylgjandi sögur […] hefur bókin inni að halda [efnisyfirlit með hendi skrifara] ; Fremst eru tvö eldri saurblöð og tvö yngri

Fremst eru tvö eldri saurblöð og tvö yngri

Fremra saurblað 1-2 og aftara saurblað 3 eru skýrslur varðandi Klausturpóstinn 1821-1824

Fremra saurblað 4r: Bók þessi inniheldur sögurnar af [efnisyfirlit með annarri hendi]

Aftara saurblað 1r-1v skrá yfir tekjur Flateyjarkirkju 1822

Aftara saurblað 2r ef til vill listi yfir útgjöld Múlakirkju en 2v skrá yfir tekjur Múlakirkju 1820 og 1821

Aftara spjaldblað er ritað blað

Samkvæmt Simek lítur út fyrir að Ajax saga frækna og Ajax saga keisarasonar sé sama sagan en svo er þó ekki

Á fremra saurblaði 4r er stimpilmerki: P.J.Thorsteinsson, Bíldudal

Band

Skinnband með tréspjöldum, þrykkt og með upphleyptum kili

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1807-1808
Ferill

Eigandi handrits: P.J.Thorsteinsson, Bíldudal (fremra saurblað 3v, 4r)

Aðföng

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 21. október 2009 ; Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 6. nóvember 1998
Viðgerðarsaga

Athugað 1998

laust í bandi

Lýsigögn
×

Lýsigögn