Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Lbs 1508 4to

Skoða myndir

Fornmannasögur; Ísland, 1904-1905

Nafn
Magnús Jónsson 
Fæddur
19. október 1835 
Dáinn
17. maí 1922 
Starf
Bóndi; Hreppstjóri; Skrifari 
Hlutverk
Skrifari; Gefandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Tjaldanes 
Sókn
Saurbæjarhreppur 
Sýsla
Dalasýsla 
Svæði
Vestfirðingafjórðungur 
Land
Ísland 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Páll Eggert Ólason 
Fæddur
10. júní 1883 
Dáinn
10. október 1949 
Starf
Rektor; Bankastjóri; Skrifstofustjóri 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Halldóra Kristinsdóttir 
Fædd
28. mars 1983 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Titilsíða

Fornmannasögur Norðurlanda átjánda bindi. Að nýju uppskrifaðar XIXCIV-V (1r)

Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(2r-4v)
Formáli
Efnisorð
2(5r-82v)
Tersivals saga fríða, Blávuss konungs og Emeröldu grimmu
Titill í handriti

„Saga Tersivals fríða, Bláusi konungs og Emeröldu grimmu“

Upphaf

1. kap. Í þann tíma sem Amúrat soldán réði Miklagarði og inntók Trykland var sá hertogi í Venedig er Bertram hét …

Niðurlag

„… en dætur þeirra Júlía, Brigetía, Tersía og Flórentína, őll voru börn þeirra mannvænleg. Lýkur þar með sögu þessari.“

3(83r-136r)
Hrólfs saga kraka (og kappa hans)
Titill í handriti

„Saga Hrólfs konungs kraka og kappa hans“

Upphaf

1. kap. Maður hét Hálfdán, en annar Fróði bræður tveir og konunga synir …

Niðurlag

„… og lagt hjá honum sverðið Sköfnungur, og sinn haugur handa hverjum kappa, og nokkur vopn hjá. Og endar hér sögu Hrólfs konungs kraka og kappa hans.“

4(136r-136v)
Bjarkamál
Titill í handriti

„Bjarkamál hin fornu (brot)“

Upphaf

Dagur er upp kominn …

Niðurlag

„… Hniginn er í hadd jarðar / Hrólfur hinn stórláti.“

Efnisorð
5(137r-195v)
Adónías saga
Titill í handriti

„Addoníus saga Marsilíussonar“

Upphaf

1. kap. Það er ritað i fræðibókum fyrri aldar manna, að eftir Nóaflóð, skiptu þeir synir Nóa heiminum með sér …

Niðurlag

„… Eigi er getið afkvæmis Addoníusar konungs í þessari sőgu. Lýkur þar með frásögn þessari af Addoníus konungi Marsilíussyni.“

Efnisorð
6(196r-201v)
Kima saga og Kovin greifa
Titill í handriti

„Frásaga af Kima og Kovin greifum“

Upphaf

Smáborgir tvær Kima og Kovin lágu á landamærum Belgíulands og Frakkaríkis …

Niðurlag

„… og frelsi Kima greifa er síðan varð efni sjánarspila. Lýkur þar með þessu ævintýri.“

Efnisorð
7(202r-221v)
Knúts saga Steinssonar heimska
Titill í handriti

„Sagan af Knúti Steinssyni heimska“

Upphaf

1. kap. Það er upphaf þessarar sögu að í Norðlandi, sem er einn partur af Svíaríki bjó forðum bóndi einn ríkur og mikilhæfur er Steinn hét …

Niðurlag

„… er þá eigi niðja hans getið í þessari sögu, né heldur annarra barna Knúts konungs. Lýkur hér með sögunni af Knúti heimska.“

8(222r-284v)
Samsons saga fagra
Titill í handriti

„Sagan af Samson fagra“

Upphaf

1. kap. Þar hefjum vér frásögu þessa af einum mikils háttar konungi hvers nafn gekk á öllum tungum fyrir norðan fjall; hann hét Artus og réð fyrir Englandi …

Niðurlag

„… og sendi hana Artus konungi; þar af rís Skikkjusaga. Lýkur við þetta sögu Samsonar fagra.“

Efnisorð
9(285r-377v)
Hinriks saga góðgjarna og Valentínus sonar hans
Titill í handriti

„Sagan af Hinrik góðgjarna og Valentínus syni hans“

Upphaf

1. kap. Jarl er nefndur Kragi sonur Gríms hins rauða; hann hafði aðsetur sitt i borg þeirri er Reinisborg heitir …

Niðurlag

„… ekki er getið um gipting hans, né heldur bróður hans í Garðaríki, getur þess í öðrum sögum. Lýkur svo sögunni af Hinrik konungi góðgjarna og Valentínus syni hans.“

10(378r-401v)
Sörla saga sterka
Titill í handriti

„Sagan af Sörla sterka“

Upphaf

1. kap. Í þann tíma sem Hálfdán konungur Brönufóstri stýrði Svíþjóð hinni köldu, er hann vann af Agnari auðga, en setti Astró mág sinn yfir England …

Niðurlag

„… en Högni stýrði Svíaríki, hann gaf Þórir sterka jarlsnafn. Eigi er getið barna þeirra fóstbræðra, en vináttu sinni héldu þeir meðan þeir lifðu. Lýkur svo sögunni með þessu efni.“

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
i + 402 + i blöð (196 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking með hendi skrifara: iii-viii (2r-4v) og 10-802 (5v-401v).

Blaðmerkt fyrir myndatöku.

Skrifarar og skrift

Ein hönd ; Skrifari:

Magnús Jónsson í Tjaldanesi.

Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1904-1905.
Aðföng

Magnús Jónsson í Tjaldanesi, seldi, 1909.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. bindi, bls. 536-538 .

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 5. apríl 2017.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsinsed. Páll Eggert Ólason [et al.]1918-1937; I-III
« »