Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1226 4to

Samtíningur ; Ísland, 1725-1799

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-39v)
Líkafróns saga og kappa hans
Titill í handriti

Saga af Líkafrón og hans fylgjurum

Skrifaraklausa

Endað þann 31 marti af G. 1795 (39v)

2 (40r-61r)
Parmes saga loðinbjarnar
Titill í handriti

Hér skrifast sagan af Parmes Albertssyni sem kallaður var loðinbjörn

Skrifaraklausa

Aftan við í teiknuðu innsigli: Skrifað af Gísla Ólafssyni þann 1. maí 1795. Til hliðar við myndina stendur: Sveinatungu. (61r)

Efnisorð
3 (61v-68r)
Einvaldsóður
Titill í handriti

Einvaldsóður í 6 stefjum um þær fjórar einvaldsstjórnir samanteknar af síra Guðmundi Erlendssyni að Felli í Sléttuhlíð anno 1685

Upphaf

Ljós fer að loga …

Athugasemd

Kvæði

4 (68v-69v)
Kvæði
Titill í handriti

Píkuraunir

Upphaf

Fyrst þá hvolpa fékk eg vitið …

5 (70r-70v)
Vísa
Upphaf

Mórautt blekið margur bjó …

Athugasemd

Lausavísa

Án titils

Fyrir neðan vísuna stendur: kveðið af Ólafi Sigurðssyni (Hluti nafnsins ritaður með rúnaletri)

Efnisorð
6 (71r)
Alexandrum magnum
Titill í handriti

Bréf þess nafnfræga Alexandrum magnum

Upphaf

Ráðandi kringlu alls heimsins og máttugur herra hinn mikli Alexander kóngur …

Athugasemd

Brot, einungis upphaf ritsins

7 (71v-73r)
Sturlaugs saga starfsama
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Sturlaugi starfsama og hljóðar sem eftirfylgir fyrir yðrum kærleika [upphaf, frh. á 74v-91r]

Athugasemd

Upphaf, framhald á (74v-91r

8 (73v-74r)
Dísudrengjahrós
Titill í handriti

Kvæði Árna Böðvarssonar. Dísudrengjahrós

Upphaf

Þórdís þjófamóðir …

9 (74r)
Vísa
Upphaf

Enn skal eina stöku …

Skrifaraklausa

Jón H. Hjálmarsson hefur skrifað (74r)

Athugasemd

Án titils

Efnisorð
10 (74v-91r)
Sturlaugs saga starfsama
Titill í handriti

III. cap. Saga af […] starfsama [framhald af 73r]

11 (91r)
Vísa
Upphaf

Sturlaugur háði hulinn gerð …

Athugasemd

Án titils

Efnisorð
12 (91v-110v)
Fertrams saga og Platós
Titill í handriti

Hér skrifast saga af Fertram og Plató

Efnisorð
13 (110v)
Vísa
Upphaf

Frægir hristu fetilsseið …

Athugasemd

Án titils

Efnisorð
14 (111r-148v)
Edda
Titill í handriti

Edda. Anno Christi MCCXV. Conscripta per Snorronem Sturlæ Islandiæ Nomophilacem

Skrifaraklausa

Hér endast Edda Snorra Sturlusonar lögmanns. Skrifuð í Lyxszkyzyn á xhsxmczc [Ívarshúsum á Akranesi?] anno Xti 1748 af Þorsteini Bergsteinssyni (148v)

Athugasemd

Laufás-Edda skyld útgáfu Resens 1665

Nafnið með villuletri

15 (149r-187r)
Testamenta patrum
Titill í handriti

Þeirra tólf patríarka Jakobssona testament … Útsett á danskt tungumál af Hans Mogensson en íslenskað af heiðarlegum kennimanni síra Árna Halldórssyni eftir bón og forlagi erlegs forstands og heiðursmanns Gísla Bjarnasonar [framh. á bl. 188v-189r]

Athugasemd

Á titilsíðu er tilvísun í Rómverjabréfið, XV: Allt sem skrifað er, er það ekki skrifað oss til lærdóms svo vér fyrir vonina og huggun ritninganna hefðum þolinmæði

Efnisorð
16 (187v)
Morgunbæn
Titill í handriti

Ein góð bæn á morgnana [með annarri hendi]

Upphaf

Í nafni drottins vors Jesú Kristí stend eg upp …

Efnisorð
17 (188v-189r)
Testamenta patrum, framhald
Titill í handriti

Sama skuluð þér og gefa börnum yðar [framhald af 187r]

Efnisorð
18 (189r-194r)
Assenath
Titill í handriti

Hér eftirfylgir Azsnats historía fundin í gömlum bókum sem lengi hafa huldar legið og undir stól stungið með ágætum leyndardómum líflegum að líta og huggunarsömum

Efnisorð
19 (194v)
Testimonium
Titill í handriti

Testimonium

Efnisorð
20 (194v)
Vísur
Titill í handriti

Grautar lofvísur

Upphaf

Grautur er hér borinn á borð að vanda …

Efnisorð
21 (195v-199r)
Kvæði
Titill í handriti

Eitt kvæði

Upphaf

Féll mér áður fuglinn minn …

Athugasemd

Í efnisyfirliti á seðli (199v,1) er kvæðið nefnt Ritukvæði

22 (199v)
Eftirmáli
Titill í handriti

Skrifað af þröskuld þjófa og óvættum

Athugasemd

Efnisyfirlit á r-hlið 199,1 og pár á v-hliðinni

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki

Blaðfjöldi
i + 199 + i blöð (185 mm x 145 mm) Auð blöð: (pár á blaði 149v) 188r, 195r
Skrifarar og skrift
Þrjár hendur ; Skrifarar:

I. Gísli Ólafsson í Sveinatungu(1r-91v, 149r-199v)

II. Óþekktur skrifari (91r-110v)

III. Þorsteinn Bergsteinsson? (111r-148v)

Skreytingar

Andlitsmyndir: 72r, 191r

Skreyttir upphafsstafir allvíða

Skrautstafur með andlitsmynd: 192v

Skrautstafur: 192v

Bókahnútur með fangamarki skrifara og ártali: 39v39v

Bókahnútur með nafni skrifara og ártali er á: 61r

Bókahnútar: 110v, 148v, 153v

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíukrot er allvíða í handriti, einkum á blöðum >111r-148v

Á fremra saurblaði r eru upplýsingar um feril handrits

Pár á blaði 149v149v
Band

Skinnband, þrykkt á spjöldum og kili

Fylgigögn

1 fastur seðill

Á seðli 199v,1 er efnisyfirlit handrits og ýmislegt pár

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1725-1799?]
Ferill

Eigendur handrits: Árni Thorsteinsson landfógeti (fremra saurblað 1r). Á 70v er nafnið Ól. Sigurðsson á Melum við Hrútafjörð.

Aðföng

Safn Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar seldi 1904

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 23. október 2009 ; Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 17. september 1999
Viðgerðarsaga

Athugað 1999

gömul viðgerð

Myndir af handritinu
35 spóla negativ 35 mm

Lýsigögn