Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1212 4to

Laxdæla saga ; Ísland, 1800

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-101r)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Laxdæla saga eður af Kjartani og Bolla

1.1 (93r-101r)
Bolla þáttur
Upphaf

Í þann tíma er Bolli Bollason bjó í Tungu

Athugasemd

Bolla þáttur kemur án titils í beinu framhaldi af Laxdæla sögu.

2 (101v)
Kappakvæði Þórðar Magnússonar á Strjúgi
Titill í handriti

Vísa um Kjartan Ólafsson Þórður Magnússon

Upphaf

Kært var kóngi björtum / Kjartans til í hjarta …

Niðurlag

… stórt hann afl ei skorti.

Notaskrá

Sjá Jón Þorláksson: Íslenzk kappakvæði III, bls. 373.

3 (101v)
Kappakvæði Þórðar Magnússonar á Strjúgi
Titill í handriti

Um Bolla Þorleiksson. Ejusdem.

Upphaf

Bolli snilldar snilli / snjallur á bar hjalli …

Niðurlag

… allmjög frænda falli.

Notaskrá

Sjá Jón Þorláksson: Íslenzk kappakvæði III, bls. 374.

4 (101v)
Lausavísa
Titill í handriti

Um Bolla Bollason, incerti authoris [sic]

Upphaf

Bolli hlaðinn heillum …

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Vatnsmerki.

Blaðfjöldi
i + 101 blöð (190 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða

Leifar af gamalli blaðsíðumerkingu 1-202 (1r-101v).

Umbrot
Griporð á stöku stað.
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Jón Þorsteinsson á Bala á Álftanesi.

Skreytingar

Upphafsstafir ögn skreyttir: 1r

Band

Fremra saurblað og aftara spjaldblað úr prentuðu riti.

Skinnband með tréspjöldum og upphleyptum kili.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1800?
Ferill

Fremst í handritinu er seðill með hendi Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar um feril þess: Laxdæla með hendi Jóns Þorsteinssonar á Bala á Álptanesi um 1800, skrifuð fyrir Ragnheiði Guðmundsdóttur á Elliðavatni. Var í eigu foreldra minna. Einar bróðir minn færði mér 7/6 1901.

Aðföng

Safn Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar, seldi, 1904.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Örn Hrafnkelsson lagaði skráningu fyrir birtingu mynda 28. maí 2009 ; Eiríkur Þormóðsson lagfærði 17. mars 2009 ; Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 12. maí 1998
Viðgerðarsaga

Athugað 1998.

Gömul viðgerð.

Notaskrá

Höfundur: Jón Þorkelsson
Titill: Íslensk kappakvæði III., Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 4
Lýsigögn
×

Lýsigögn