Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1061 4to

Samtíningur ; Ísland, 1750-1849

Athugasemd
3 hlutar

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Blaðfjöldi
26 blöð ; margvíslegt brot.
Ástand
Ástand handrits við komu: slæmt.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur

Óþekktir skrifarar.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Með handriti liggur athugasemd þess efnis að brot úr kvæðasafni sem tilheyrði þessu handritsnúmeri. hafi verið fært í Lbs 895 4to.

Band

Laus blöð.

Páll Pálsson gerði við.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1750-1849?
Aðföng

Jón Magnússon bæjarfógeti, gaf, 1. október 1907.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Blöð handrits voru ekki lesin saman.

Sigríður H. Jörundsdóttir bætti við skráningu, 15. nóvember 2012 ; Sigrún Guðjónsdóttir aðlagaði skráningu, 17. ágúst 2009 ; Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 9. mars 2001.

Viðgerðarsaga

Athugað 2001.

Myndað í desember 2012.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í desember 2012 .

Hluti I ~ Lbs 1061 I 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-11v)
Ragnars saga loðbrókar
Titill í handriti

Saga Ragnars konungs loðbrókar

Skrifaraklausa

Þessi saga er rituð eftir manuscripto skáldsins Þorbjarnar Salomónssonar ... Sagan þessi var enduð þann 16da maii 1778 að Hömrum í Hraunhrepp af Þorkeli Sigurðarsyni

Athugasemd

Titill með hendi Páls stúdents

2 (11v-14r)
Sturlu þáttur
Titill í handriti

Söguþáttur af Sturlu Þórðarsyni lögmanni

Skrifaraklausa

Hann var hripaður að Hömrum eftir handarskrift Þorbjarnar Salomonssonar og endaður þann 16da maii 1778 af Þorkeli Sigurðarsyni (12r)

Athugasemd

Formáli á 11v-12r og eftirmáli á 13v-14r

Formáli á 11v-12r og eftirmáli á 13v-14r

Óheilt

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki: C 7 undir kórónu / LLD.

Blaðfjöldi
14 blöð (210 mm x 167 mm) Autt blað: 14v
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er um 177-180 mm x 140-142 mm.
  • Línufjöldi er 34-36.

Ástand
Viðgerðarrenningar víða límdir yfir texta á jöðrum
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Þorkell Sigurðsson, Hömrum

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Prentaðri konunglegri tilkynningu (frá 6. mars 1844) á dönsku er slegið utan um handritshlutann

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1778

Hluti II ~ Lbs 1061 4to II. hluti

Tungumál textans
íslenska
1 (15r-22r)
Atla saga Ótryggssonar
Titill í handriti

Söguþáttur af Atla Ótryggssyni

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki: GEMLA BRUK (starfandi 1745-1867).

Blaðfjöldi
8 blöð (206 mm x 162 mm) Autt blað: 22v
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er um 160-165 mm x 130-135 mm.
  • Línufjöldi er 25-27.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

[Bogi Benediktsson, Staðarfelli]

Skreytingar

Upphafsstafir lítillega skreyttir

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1791-1849?]

Hluti III ~ Lbs 1061 4to III. hluti

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína
1 (23r-26v)
Málshættir
Titill í handriti

[Málsháttasafn með latneskum þýðingum]

Athugasemd

Án titils, óheilt

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki: PROPATRIA / RI.

Blaðfjöldi
4 blöð (200 mm x 160 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er um 175-180 mm x 150-155 mm.
  • Leturflötur er víða afmarkaður með strikum.
  • Línufjöldi er 29-31.

Skrifarar og skrift
Ein hönd

Óþekktur skrifari

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Með hendi svipaðri Finns Jónssonar biskups

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1750-1800?]
Lýsigögn
×

Lýsigögn