Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Lbs 1061 4to

Skoða myndir

Samtíningur; Ísland, 1750-1849?

Nafn
Páll Pálsson ; stúdent 
Fæddur
9. mars 1806 
Dáinn
20. mars 1877 
Starf
Skrifari; Bókbindari á Landsbókasafni ca. 1850-1870 
Hlutverk
Eigandi; Höfundur; Skrifari; Safnari; Bréfritari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Magnússon 
Fæddur
16. janúar 1859 
Dáinn
23. júní 1926 
Starf
Bæjarfógeti 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir 
Fædd
9. júní 1968 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sigrún Guðjónsdóttir 
Fædd
14. júní 1946 
Starf
Handritavörður 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þorkell Sigurðsson 
Fæddur
1724 
Starf
Lögréttumaður 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Bogi Benediktsson 
Fæddur
24. september 1771 
Dáinn
25. mars 1849 
Starf
Kaupmaður; Fræðimaður 
Hlutverk
Skrifari; Eigandi; Höfundur; Bréfritari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Finnur Jónsson 
Fæddur
16. janúar 1704 
Dáinn
23. júlí 1789 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Höfundur; Skrifari; Bréfritari; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
3 hlutar

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Blaðfjöldi
26 blöð ; margvíslegt brot.
Ástand
Ástand handrits við komu: slæmt.
Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur

Óþekktir skrifarar.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Með handriti liggur athugasemd þess efnis að brot úr kvæðasafni sem tilheyrði þessu handritsnúmeri. hafi verið fært í Lbs 895 4to.

Band
Laus blöð.

Páll Pálsson gerði við.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1750-1849?
Aðföng

Jón Magnússon bæjarfógeti, gaf, 1. október 1907.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Blöð handrits voru ekki lesin saman.

Sigríður H. Jörundsdóttir bætti við skráningu, 15. nóvember 2012 ; Sigrún Guðjónsdóttir aðlagaði skráningu, 17. ágúst 2009 ; Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 9. mars 2001.

Viðgerðarsaga

Athugað 2001.

Myndað í desember 2012.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í desember 2012. .

Innihald

Hluti I ~ Lbs 1061 I 4to
1(1r-11v)
Ragnars saga loðbrókar
Titill í handriti

„Saga Ragnars konungs loðbrókar“

Skrifaraklausa

„Þessi saga er rituð eftir manuscripto skáldsins Þorbjarnar Salomónssonar ... Sagan þessi var enduð þann 16da maii 1778 að Hömrum í Hraunhrepp af Þorkeli Sigurðarsyni“

Aths.

Titill með hendi Páls stúdents

2(11v-14r)
Sturlu þáttur
Titill í handriti

„Söguþáttur af Sturlu Þórðarsyni lögmanni“

Skrifaraklausa

„Hann var hripaður að Hömrum eftir handarskrift Þorbjarnar Salomonssonar og endaður þann 16da maii 1778 af Þorkeli Sigurðarsyni (12r)“

Aths.

Formáli á 11v-12r og eftirmáli á 13v-14r

Formáli á 11v-12r og eftirmáli á 13v-14r

Óheilt

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki: C 7 undir kórónu / LLD.

Blaðfjöldi
14 blöð (210 mm x 167 mm) Autt blað: 14v
Ástand
Viðgerðarrenningar víða límdir yfir texta á jöðrum
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er um 177-180 mm x 140-142 mm.
  • Línufjöldi er 34-36.

Skrifarar og skrift

Ein hönd ; Skrifari:

Þorkell Sigurðsson, Hömrum

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Prentaðri konunglegri tilkynningu (frá 6. mars 1844) á dönsku er slegið utan um handritshlutann

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1778
Hluti II ~ Lbs 1061 4to II. hluti
(15r-22r)
Atla saga Ótryggssonar
Titill í handriti

„Söguþáttur af Atla Ótryggssyni“

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki: GEMLA BRUK (starfandi 1745-1867).

Blaðfjöldi
8 blöð (206 mm x 162 mm) Autt blað: 22v
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er um 160-165 mm x 130-135 mm.
  • Línufjöldi er 25-27.

Skrifarar og skrift

Ein hönd ; Skrifari:

[Bogi Benediktsson, Staðarfelli]

Skreytingar

Upphafsstafir lítillega skreyttir

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1791-1849?]
Hluti III ~ Lbs 1061 4to III. hluti
(23r-26v)
Málshættir
Titill í handriti

„[Málsháttasafn með latneskum þýðingum] “

Aths.

Án titils, óheilt

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki: PROPATRIA / RI.

Blaðfjöldi
4 blöð (200 mm x 160 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er um 175-180 mm x 150-155 mm.
  • Leturflötur er víða afmarkaður með strikum.
  • Línufjöldi er 29-31.

Skrifarar og skrift

Ein hönd

Óþekktur skrifari

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Með hendi svipaðri Finns Jónssonar biskups

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1750-1800?]
« »