Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Lbs 1002 4to

Skoða myndir

Saga Íslands og um endurskoðun lögbókar; Danmörk, 1734

Nafn
Halldór Einarsson 
Fæddur
1678 
Dáinn
30. september 1707 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Skrifari; Höfundur; Bréfritari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Magnússon 
Fæddur
1662 
Dáinn
7. desember 1738 
Starf
Sýslumaður; Prestur 
Hlutverk
Skrifari; Höfundur; Eigandi; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Ólafsson ; Grunnavíkur-Jón 
Fæddur
16. ágúst 1705 
Dáinn
17. júlí 1779 
Starf
Fræðimaður; Skrifari Árna Magnússonar 
Hlutverk
Skrifari; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Erlendur Ólafsson 
Fæddur
18. ágúst 1706 
Dáinn
9. nóvember 1772 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Fræðimaður; Skrifari; Ljóðskáld; Viðtakandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Örn Snorrason 
Fæddur
31. janúar 1912 
Dáinn
1. október 1985 
Starf
Kennari; Rithöfundur 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-16r)
Memorial um Íslands fyrstu bygging og hvernig þar hófust lög
Titill í handriti

„Memorial um Íslands fyrstu byggingu og hvernig hér hófust lög. Skrifað til víðari beþenkingar anno 1700“

Upphaf

Anno 861 var Ísland fyrst fundið af víkingi þeim sem Nad-Oddur hét …

Niðurlag

„… Þar eftir þá Kristján fyrsti með því nafni.“

Skrifaraklausa

„Eftir hendi Halldórs Einarssonar sem var sýslumaður í Þingeyjarþingi og deyði í bólunni 1707. Þetta stendur í kvartbókum Ass. Árna no. 207 og er uppskrifað í Kaupenhavn 1734 (er yfrið rangt og ruglingslegt svo það er að mestu ónýtt). (1r)“

Efnisorð
2(17r-23r)
Lítið ágrip um laganna reformation á Íslandi
Titill í handriti

„Lítið ágrip um laganna reformation á Íslandi“

Upphaf

Anno 1688.14. aprilis …

Niðurlag

„… Um haustið 27. septembris andaðist Benedikt lögmaður Þorsteinsson.]“

Aths.

Athugasemdir og viðbætur Jóns Ólafssonar frá Grunnavík eru innan hornklofa.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
24 blöð (205 mm x 164 mm). Auð blöð: 16v og 23v-24r.
Kveraskipan

Þrjú kver.

 • Kver I: blöð 1–8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9–16, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 17–24, 4 tvinn.

Ástand
 • Blöð 1r og 24v eru dökk af óhreinindum.
 • Blaðhorn og jaðrar eru snjáðir.
 • Blað 24 var rifið.
Umbrot
 • Eindálka.
 • Leturflötur er 175 mm x 120 mm.
 • Línufjöldi er 28.
 • Leturflötur afmarkaður með broti á blaði.
 • Griporð.
 • Fyrirsagnir og ártöl á spássíum.
Skrifarar og skrift

Ein hönd ; Skrifari:

Erlendur Ólafsson, síðfljótaskrift en nöfn manna og staða skrifuð með sprettskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
 • Spássíugreinar á blöðum 2v-5v og 6v-15v.
 • Á blaði 16v stendur: „Harlemmer-Olie“.
 • Útreikninga á blöðum 23v-24v.
Band

Óbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Danmörk 1734

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Örn Hrafnkelsson frumskráði, 9. mars 2012 ; Handritaskrá, 1. b.
Viðgerðarsaga
Athugað fyrir myndatöku 2012. Myndað í mars 2012. Gert við tvær arkir, 14. mars 2012.
« »