Skráningarfærsla handrits

Lbs 703 4to

Rímnabók ; Ísland, 1857-1860

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-42r)
Rímur af Appollóníusi
Titill í handriti

Rímur af Apollianio gjörðar af Birni Jónssyni

Upphaf

Þögn mjög lasta mætir menn / minnisvitrir hlýða …

Athugasemd

18 rímur.

Efnisorð
2 (43v-80v)
Rímur af Vilbaldi
Titill í handriti

Rímur af Vilbaldi

Upphaf

Mér vill ekki mærðar blóm / á minnis hæðum spretta …

Athugasemd

12 rímur.

Efnisorð
3 (80v-89r)
Rímur af Maríu og Dals-Skjóna
Titill í handriti

Rímur af Maríu og Afdals-Skjóna orktar af Jóni Leví Eggertssyni 1858

Upphaf

Óðar dísir, vaknið við / vekið þanka hreiður …

Athugasemd

Fjórar rímur.

Efnisorð
4 (89r-153r)
Rímur af Villifer frækna
Titill í handriti

Rímur af Villifer frækna og bræðrum hans ortar af Ólafi Þorsteinssyni á Tjörn í Nesjum árið MDCCCLVII

Upphaf

Dvalins læt ég duggu hró / draums úr nausti skríða …

Athugasemd

19 rímur.

Efnisorð
5 (153r-155v)
Lagmælisbragur
Athugasemd

Aftan við eru þrjú erindi um höfundinn eftir Jón Finnsson.

6 (156r-168r)
Rímur af Vemundi og Valda
Titill í handriti

Rímur af Vemundi og Valda gjörðar af Lýð Jónssyni á Skipaskaga

Upphaf

Auðuns hallar árgallinn / óð að spjalla vakni …

Athugasemd

Fimm rímur.

Efnisorð
7 (168v-195r)
Rímur af Sigurði og Smáfríði
Titill í handriti

Rímur af Sigurði kóngi Vilhjálmssyni og Smáfríði Alberts kóngsdóttir gjörðar af sál. Magnúsi Magnússyni í Magnússkógum 1837

Upphaf

Arabía ríki réð / ræsir Hlöðver gildi …

Athugasemd

11 rímur.

Efnisorð
8 (195v-235r)
Rímur af Maroni sterka
Höfundur
Titill í handriti

Rímur af Maroni sterka

Upphaf

Litars flæðar mín vill mús / máls úr skreppa holu …

Athugasemd

12 rímur.

Efnisorð
9 (235v-258v)
Rímur af Líbertín og Ölvi
Titill í handriti

Rímur af Líbertín og Ölver gjörðar af Gunnari Ólafssyni í Selvogi

Upphaf

Mun eg fram úr mærðar kjós / mönduls ferju ýta …

Athugasemd

Átta rímur.

Efnisorð
10 (258v-280v)
Rímur af Álaflekk
Titill í handriti

Rímur af Álaflekk kveðnar af Ingimundi Jónssyni

Upphaf

Sest ég niður við Boðnar blað / ber nú fátt til starfa …

Athugasemd

10 rímur.

Efnisorð
11 (280v-299v)
Rímur af Marsilíus og Rósamundu
Titill í handriti

Rímur af Marsilio og Rósamunda kveðnar af sáluga Jóni Þorsteinssyni í Fjörðum

Upphaf

Vilda ég geta vits af kór / veitt af gamni mínu …

Athugasemd

Fimm rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
iv + 299 + iv blöð (210 mm x 167 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Þorsteinn Þorsteinsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1857-1860.
Aðföng
Lbs 659-744 4to er safn séra Eggerts Briem, keypt 8. maí 1893.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 21. nóvember 2016 ; Handritaskrá, 1. b. bls. 321-322.

Lýsigögn