Skráningarfærsla handrits

Lbs 701 4to

Rímnabók ; Ísland, 1849-1851

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-70v)
Rímur af Tístran og Indíönu
Titill í handriti

Lítilhæf tilraun að snúa í rímur sögunni af Tistrani Hróbjartssyni hertogans af Borgund og drottningu Indiaunu dóttur hins stóra mógols af Indlandi ortar árið 1844 af Níelsi Jónssyni skálda og nú uppskrifaðar 1849 eftir hans handriti.

Upphaf

Langt er síðan leyfði mér / ljóðmæringa að spyrja …

Athugasemd

17 rímur.

Efnisorð
2 (70v-73v)
Athugasemdir við söguna af Tistran og Indíönnu
3 (73v-77r)
Yfirlitsgrein um rímurnar að Flóres og Blanseflúr
Titill í handriti

Yfirlitsgreinir yfir rímur af Flóres og Blanseflúr sem Níels Jónsson frumorti aftur árið 1841

Efnisorð
4 (77r-126r)
Njóla, um kappskriftir
Titill í handriti

Sannferðug saga um kappskriftir sprottnar af Njólu.

Efnisorð
5 (126r-132v)
Kvæði
6 (133r-172r)
Rímur af Ármanni Dalmannssyni og Þorsteini Eitilssyni
Upphaf

Býlegs hallar bruggað vín / bjóða vildi ég mönnum …

Skrifaraklausa

Endaðar að skrifa 25. febrúar 1851.

Athugasemd

15 rímur.

Efnisorð
7 (172r-189r)
Rímur af Hrafni Hrútfirðing
Titill í handriti

Rímur af Hrafni Hrúfirðingi kveðnar af Þorláki Gunnlaugssyni á Gauksstöðum.

Upphaf

Ljómaði sunna löndin á / ljóst að venju sinni …

Skrifaraklausa

Endað að skrifa 9. mars 1851.

Athugasemd

6 rímur.

Efnisorð
8 (189v-252r)
Rímur af Úrbanusi sterka
Titill í handriti

Rímur af Úrbanusi sterka gjörðar af Daða Níelssyni.

Upphaf

Sigtýs fuglar, sækið þið / Sónar drykk af könnum …

Skrifaraklausa

Söguna þessa sem rímurnar eru eftir kveðnar hefur á íslensku útlagt af þýsku Jón sálugi Gissurarson Núpi í Dýrafirði, hálfbróðir mag. Brynjólfs biskups Sveinssonar. Jón var merkilegur maður. Deyði 1648.

Athugasemd

24 rímur.

Efnisorð
9 (252v-259v)
Rímur af Sveini og Finni
Titill í handriti

Rímur af Sveinunum og Finni feðgum gjörðar af Hallgrími Benediktssyni á Þórustöðum á Svalbarðsströnd.

Upphaf

Þögnin langa leiðist mér / lundar fárs með þungann …

Skrifaraklausa

Endað að skrifa þær þann 14. desember 1851 af Þorsteini Þorsteinssyni á Heið.

Athugasemd

4 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
iv + 259 + iv blöð (205 mm x 169 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hendi ; Skrifari:

Þorsteinn Þorsteinsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1849-1851.
Ferill

Lbs 659-744 4to er safn Eggerts Briems.

Aðföng

Keypt 8. maí 1893.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður H. Jörundsdóttir frumskráði 14. nóvember 2016 ; Handritaskrá, 1. b. bls. 320.

Lýsigögn