Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Lbs 513 4to

Skoða myndir

Sögubók; Ísland, 1746-1747

Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-44v)
Eyrbyggja saga
Upphaf

… hafði farið að byggja Ísland og var sú ferð allfræg orðin því að þeir menn er komu af Íslandi sögðu þar góða landakosti

Skrifaraklausa

„Eyrbyggja sögu þessa skrifaði ég Tyrfingur Finnsson ["prestur" bætt við ofanlínu og vísað niður með öðru skriftarlagi (eða e.t.v. annarri hendi)] um veturinn 1746 eftir þeirri Eyrbyggja sögu er sýslumaðurinn Erlendur Ólafsson hafði skrifað í Kaupenhafn 1741 eftir Exemplare með hendi Ásgeirs Jónssonar, sem ex legato Arnæ Magnæi er in Bibliotheca Academica Hafniensi in qvarto fyrir framan hvört Exemplar sýslumaður Erlendur segir að prófessor Árni Magnússon hafi með eigin hendi /meðal annars/: so teiknað: Membrana Wolfenbüttelensis, sem þessi mín Eyrbyggja saga er eftir rituð, er á fyrstu síðunni orðin mjög lítt læs, þó gat ég lesið hana, síðan er sagan læsileg út til enda; Þessi Eyrbyggja saga er annars samanlesin við nefnda Membranam Wolfenbüttelensem, og er orðrétt per totum librum, og qvo ad verba concordans cum dicta membrana Wolfenbüttelensi: Stafrétt er þessi copia eigi, svo að þar sé uppá að byggja, nema í vísunum og notabilioribus locis, þar er hún Accurate Confererud, etiam qvo ad orthographiam: Collatio er gjörð af Jóni Torfasyni og mér: hæc Arnas. [Með öðru skriftarlagi (eða e.t.v. annarri hendi):] Stað í Súgandafirði á Vestfjörðum 1746. (44v)“

Aths.

Óheil. Vantar framan af

2(45r-97v)
Laxdæla saga
Titill í handriti

„Hér hefur söguna Laxdælu“

2.1(97v-102r)
Bolla þáttur
Upphaf

Í þann tíma er Bolli Bollason bjó í Tungu …

Skrifaraklausa

„Skrifuð orðrétt og svo stafrétt sem verða kunni anno a partu Virginis millesimo septingentesimo qvadragesimo septimo. T[yrfingur] F[inns]s[on] [Með öðru skriftarlagi (eða e.t.v. annarri hendi):] Prestur að Stað í Súgandafirði (102r)“

Aths.

Bolla þáttur kemur án titils í beinu framhaldi af Laxdæla sögu (97v-102r)

3(102v-102v)
Lausavísur
Titill í handriti

„Vísur uppá Laxdæla sögu. T[yrfingur] F[inns]s[on]“

Upphaf

Auður var ærleg tróða

Ólafur pá nam ala

Kurt bar Ólafsson Kjartan

Bolli var fremdar fullur

Allnett var Ósvífs dóttir

Þorkell Eyjúlfs mög merkur

Harðbeins son Helgi gjörði

Efnisorð
4(103r-112v)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

„Saga af Búa Esjufóstra sem er kölluð Kjalnesinga saga“

5(112v-115v)
Jökuls þáttur Búasonar
Titill í handriti

„Saga af Jökli Búasyni“

Titill í handriti

„Fornar gamangælur“

Upphaf

Ég sá þann mann er fleskið bar

Efnisorð
7(117r-118v)
Hálfdanar þáttur svarta
Titill í handriti

„Söguþáttur af Hálfdáni kóngi hinum svarta, föður Haralds konungs hárfagra“

8(119r-126r)
Sögubrot af nokkrum fornkonungum
Titill í handriti

„Sögubrot af nokkrum fornkóngum í Dana- og Svíaveldi; Ívari víðfarna [sic], Helga hinum hvassa, Hræreki og Haraldi hilditönn með Brávallarbardaga og nokkru af Sigurði hring. Eftir því sem fundist hefur á nokkrum blöðum sundurlausum. Ex rejecto fragmento membraneo descriptum esse consilio Brinjulfi Svenonii ex illius conjectaneis in Saxonem, colligi potest idque 1644“

9(126v-126v)
Draumþula
Titill í handriti

„Gömul draumþula. Draum dreymdi mig fyrir dag lítinn, af þeim draumi drjúgt er að segja “

Upphaf

Æður þótti mér af upphæðum belja

Efnisorð
10(127r-138v)
Víglundar saga
Titill í handriti

„Saga af Víglundi væna og Ketilríði“

11(139r-147r)
Hrafnkels saga Freysgoða
Titill í handriti

„Saga af Hrafnkeli Freysgoða“

12(147v-148v)
Þorsteins þáttur forvitna
Titill í handriti

„Þáttur af Þorsteini forvitna“

13(149r-172v)
Hrólfs saga kraka
Titill í handriti

„Saga af Hrólfi kraka Danakonungi og köppum hans“

13.1(172v)
Bjarkamál
Titill í handriti

„Um rausn Hrólfs konungs kraka, vísur úr Bjarkamálum fornu“

Upphaf

Gramur inn gjöflasti

Ýtti ör hilmir

Gladdi gunnveiti

Aths.

Hluti af kvæðinu

14(173r-176v)
Starkaðar saga gamla
Titill í handriti

„Saga af Starkaði gamla Stórvirkssyni“

Aths.

Hluti af sögunni

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki

Blaðfjöldi
v + 176 + iii blöð (180 mm x 150 mm). Autt blað 116r
Ástand
Vantar a.m.k. eitt blað framan af handritinu
Umbrot
Griporð
Skrifarar og skrift

Ein hönd ; Skrifari:

Tyrfingur Finnsson prestur

Skreytingar

Víða skreyttar fyrirsagnir og stafir

Lituð skreyting, litir rauður og grænn: 45r

Rauðritun á stöku stað

Bókahnútar: 15v, 172v

Band

Skinn á kili, kjölur þrykktur með gyllingu, pergament á hornum

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1746-1747

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson lagfærði 29. desember 2009;Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 24. júní 1998
Viðgerðarsaga

Athugað 1998

gömul viðgerð

Myndir af handritinu

59 spóla neg 35 mm

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
« »