Skráningarfærsla handrits

Lbs 167 4to

Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal ; Ísland, 1715-1736

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-250r)
Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal
Titill í handriti

I. Skálholts byskup Ísleifur Gissurarson

Athugasemd

Um kaþólsku biskupana

Á spássíu eru athugasemdir höfundar meðal annars um heimildir

Blað 41 á ef til vill ekki heima þar sem það er í handriti

Á mörgum blöðum er ekki texti úr sögunum

1.1 (6v)
Nóta. Um útlenska biskupa sem hingað komu fyrir Ísleif biskup og í hans tíð
1.2 (14v-21r)
Lítill inngangur um biskupanna ævisögu um kristniboðið hér í landi
1.3 (21v-22r)
Pápisku Skálholts biskupa röð eða registur þeirra

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki

Blaðfjöldi
i + 250 + i blöð (202-208 mm x 92-164 mm) Auð blöð: Blöð 218v, 250v að mestu auð
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

[Jón Halldórsson prófastur í Hítardal, eiginhandarit]

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Uppkast að sögunum víða skrifað á sendibréf, vitnisburði og reikninga til höfundar meðal annars frá árunum 1714-1733

Með handriti liggur umslag með þrem blaðræmum innan úr bandi. Á þeim eru slitrur úr bréfum

Í handritaskrá stendur: (blað 10 bis) - Skrásetjari fann ekki merki um þetta

Fremra saurblað r-hlið: Handrita-safn H[annesar] biskups Finnssonar. N 75. Innihald (Hóla-) byskupa ævir eftir Jón stiftpróf. Haldórsson I [með hendi Páls stúdents. Síðar hefur önnur hönd breytt I í II]

Band

Skinn á kili og hornum

Blað 250 hefur ef til vill verið spjaldblað

Innsigli

Innsigli á blöðum: 42v, 51r, 56r, 71r. Víða annars staðar má sjá merki eftir innsigli

Fylgigögn

3 lausir seðlar

Seðill 72v,1r-1v: [Slitrur úr bréfi]

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1715-1736?]
Ferill

Úr safni Hannesar Finnssonar biskups

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 14. október 2009 ; Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 27. ágúst 1999
Viðgerðarsaga

Athugað 1999

viðgert

Myndir af handritinu
15 spóla negativ 16 mm

Lýsigögn