Skráningarfærsla handrits

Lbs 48 4to

Jónsbók og fleira lögfræðilegs efnis ; Ísland, 1650

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Jónsbók
Athugasemd

Jónsbók með réttarbótum Noregs konunga.

Efnisorð
2
Konungabréf, alþingisdómar og samþykktir
Athugasemd

Nokkur konungabréf, alþingisdómar og samþykktir frá 16. og 17. öld.

Efnisorð
3
Fornmæli Lögbókar
Athugasemd

Fornmæli Lögbókar útþýdd af Birni Jónssyni að Skarðsá eftir stafrófinu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
iii + 256 blöð (195 mm x 154 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd; óþekkt.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Nokkur fremstu blöðin uppskrifuð af Páli Pálssyni og eru sum sködduð, en frumritið að þeim liggur aftan við.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ísland, um 1650.

Aðföng
Úr safni Hannesar biskups. Á aftasta blaði stendur: T(?) Erlendsson, og gæti það verið Torfi sýslumaður, er þá hafi átt bókina.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 31. október 2019 ;

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. bindi , bls. 126.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn