Skráningarfærsla handrits

Lbs 39 4to

Ein skrifuð sjö orða bók ; Ísland, 1699-1720

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Predikanir af sjö orðum Krists
Titill í handriti

Góðar og guðrækilegar predikanir úr af sjö síðustu orðum Drottins Jesú Kristi á krossinum samanskrifaðar í latínsku máli af Balthasare Meisnero ... Enn á íslensku útlagðar af sr Sveini Símonssyni eður syni hans síra Jóni ... hvar með fylgja sjö hugleiðingar á jólunum út af Kristi fæðingu sama authoris og útleggjara

Athugasemd

Á íslensku útlagðar af síra Sveini Símonssyni eður syni hans síra Jóni að Hollti við Önundarfjörð.

Efnisorð
2
Guðrækileg yfirvegan Christi pínu
Titill í handriti

Guðrækilegar og mjög andríkar predikanir út af þeim sjö orðum, sem Drottinn vor Jesús talaði síðast á krossinum samanteknar af síra Páli Björnssyni ... anno 1699

Athugasemd

Eiginhandarrit.

Efnisorð
3
Passíuhugvekjur eftir Lassenius
Höfundur
Athugasemd

Lítill partur af Doct. Lassenii Tvennum sjö sinnum sjö Passíuhugvekjum.

Vantar aftan af.

Með sömu hendi og annar hluti.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
I + 202 blöð (195 mm x 163 mm).
Skrifarar og skrift
Þrjár hendur; þekktur skrifari:

Páll Björnsson

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Titilblöðin fyrir I. - III. eru með hendi frá um 1800.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ísland, um 1699 - 1720.

Aðföng
Lbs 36-40 4to úr safni Steingríms biskups.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 21. október 2019 ;

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. bindi , bls. 124.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Höfundur: Þorvaldur Thoroddsen
Titill: Landfræðissaga Íslands
Umfang: I-IV
Lýsigögn
×

Lýsigögn