Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1040 fol

Teikningar ; Ísland, 1699-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Teikningar
Vensl

Í handritinu Lbs 3505 4to er skreytt tiltilsíða með sömu sterku litunum og auk þess fylgir því lituð teikning af Njáli. Sú teikning mun ekki hafa verið hluti af Lbs 3505 4to upprunalega og hefur verið bent á að þrjár mannamyndir sem er að finna í AM 426 fol séu teiknaðar af sama manni.

Athugasemd

Um er að ræða þrjú blöð sem hafa áður verið hluti af stærra handriti en á einhverjum tímapunkti hafa þessar blöð verið teknar úr því handriti og bárust teikningarnar handritasafni Landsbókasafns Íslands þannig. Stærsta teikningin er af Haraldi hárfagra. Hinar tvær minni eru annars vegar blað sem hefur líkast til verið titilsíða handrits sem innihélt sögur af Noregskonungum og hins vegar titilsíða annars hluta handritsins.

Á titilsíðunni má sjá að hún var skrifuð árið 1699 og rannsókn leiddi í ljós að pappírsgerð blaðanna þriggja er sú sama. Margt bendir til þess að þetta handrit verið skrifað í Vigur að tilhlutan Magnúsar Jónssonar digra, bónda og fræðimanns, en hann hafði á sínum snærum marga færa handritaskrifara.

Eitt þeirra handrita sem skrifað var fyrir Magnús er NKS 2405 fol. sem varðveitt er í konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn, en tiltilblöð þess handrits minnir um margt á titilblað sem hér er til sýnis. Bæði þessi blöð eru með áþekkri rithönd og skreytingum, auk þess sem sömu sterku litirnir hafa verið notaðir.

Sá sem skrifaði NKS 2405 fol. hét Magnús Ketilsson, skrifari og síðar prestur. Í handritinu Lbs 3505 4to er skreytt tiltilsíða með sömu sterku litunum og auk þess fylgir því lituð teikning af Njáli. Sú teikning mun ekki hafa verið hluti af Lbs 3505 4to upprunalega og hefur verið bent á að þrjár mannamyndir sem er að finna í AM 426 fol. séu teiknaðar af sama manni. Talið er líklegt að Hjalti Þorsteinsson prestur í Vatnsfirði hafi teiknað þessar mannamyndir. Myndin af Haraldi hárfagra sem hér er til sýnis minnir um margt á þessar fjórar teikningar og því er ekki ósennilegt að hana megi eigna Hjalta.

Þessar þrjár síður þarf aftur á móti að rannsaka mun betur til þess að hægt sé að fullyrða hvaðan þær koma og hver(jir) hafi gert þær.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
3 blöð (301-357 mm x 197-253 mm)
Band

Óinnbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1699.
Ferill

Keypt af Guðmundi Axelssyni 16. desember 1997.

Sett á safnmark í maí 2014.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður H. Jörundsdóttir frumskráði 20. maí 2014 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Teikningar

Lýsigögn