Skráningarfærsla handrits

Lbs 497 fol.

Áhuginn, sveitarblað ; Ísland, 1891

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-24v)
Áhuginn
Titill í handriti

Áhuginn

Ábyrgð

Ritstjóri : Guðmundur Sigurðsson

Athugasemd

Óheilt

Skrifað á Látrum í Aðalvík. Ritstjóri Guðmundur Sigurðsson kennari í Aðalvík, á Snæfjallaströnd og á Siglufirði.

1. og 3. árg., 31. mars 1891 - janúar 1897.

1. árg. (1891-92), 1.-4., 6.-12. tbl.

3. árg. (1897), 4. tbl.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
24 blöð (357-366 mm x 228 +/- 1 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-8 (1r-4v), 9-15 (5v-8v), 21-28 (9r-12v), 29-33 (13v-15v), 35-46 (16r-21v), 14-16 (23v-24v)

Handritið hefur síðar verið blaðmerkt með blýanti.

Fyrsta síða hvers tölublaðs er ekki blaðsíðumerkt og allvíða er sá ruglingur að oddatala er sett á versósíðu og jöfn tala á rektósíðu.

Óvart er hlaupið yfir blaðsíðumerkinguna 34.

Umbrot

  • Tvídálka
  • Leturflötur er 240-312 mm x 175-192 mm.
  • Línufjöldi er 23-48
  • Leturflötur er afmarkaður með strikuðum ramma.
  • Síðutitill: Áhuginn.

Ástand
  • Á eftir blaði 8 vantar 2 blöð (5. tbl., júlí 1891).

    Á eftir blaði 22 vantar 1 blað.

  • Af blaði 22hefur talsvert rifnað af jöðrum svo að dálítill texti hefur farið forgörðum.

    Af blöðum 23-24hefur lítils háttar rifnað af jöðrum en texti skerst lítillega einungis á blaði 24.

  • Blöð 1-22 hafa verið götuð til að sauma við spjald.
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Guðmundur Sigurðsson

Skreytingar

Titill lítið eitt skreyttur á blaði 23r

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Á blaði 24v eru fáein reikningsdæmi páruð á efri spássíu með blýanti.
Band

Á lausum arkarblöðum, pappírskápu slegið utan um.

Fylgigögn
Með þessu handriti liggja 7 laus blöð:
  • Sýnishorn úr dagbók eftir ungling.
  • Sendibréf

Bréfið er frá Guðmundi Sigurðssyni til Guðmundar Finnbogasonar.

Það er dagsett 25. júlí 1942.

Fjallar m.a. um sveitarblaðið og uppskrift úr dagbók unglings og um styrkumsókn til dóttur Guðmundar Sigurðssonar sem hafnað var.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1891 og 1897
Ferill
Eigandi handrits: Guðmundur Sigurðsson
Aðföng

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson nýskráði, 6. júlí 2012 ; Handritaskrá, 1. aukab.
Viðgerðarsaga
Viðgert í Reykjavík milli 1963 og 1979 af Vigdísi Björnsdóttur.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Áhuginn

Lýsigögn