Skráningarfærsla handrits

Lbs 459 fol.

Ætt- og ævisagnabók ; Ísland, 1791-1803

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Ætt- og ævisagnabók
Titill í handriti

Töluröð þeirra helstu og nafnkunnugustu forfeðra, dómara, kónga og keisara samt annarra yfirherra, sem um er skrifað í þeirri h. skrift svo öðrum historium.

Athugasemd

Frá Adam, þar með konungaraðir, páfa, hirðstjóra á Íslandi, lögmanna, biskupa, presta.

Aftan við er Ættartölur og lífshistoriur nokkurra manna, sem upplesnar hafa verið við þeirra jarðarför eftir ýmsum historium, ættartölum og lífshistorium þrykktum og óþrykktum í eitt samanskrifaðar.

Þar eru ættartölur frá síra Einari Sigurðssyni í Heydölum, Jóni lang til Árna Gíslasonar að Hlíðarenda og síðan frá Árna, Jóni biskupi Arasyni, Jóni lang til prestanna Sigurðar Jónssonar í Holti og Jóns Steingrímssonar á Prestbakka, Fljóta-Brandi til Skúla fógeta, Eiríki Jónssyni í Holti á Síðu, síra Sveinbirni Þórðarsyni að Múla, frá Adam til Jóns biskups Arasonar og þaðan til síra Orms Snorrasonar að Reyðarvatni og barna hans; ævisögur Vísa-Gísla, Guðríðar Gísladóttur (dóttur hans), Brynjólfs sýslumanns Þórðarsonar að Hlíðarenda og fyrri konu hans (Þrúðar Þorsteinsdóttur), Sigurðar landþingsskrifara Sigurðssonar að Hlíðarenda (d. 1780), Þorláks klausturhaldara Þórðarsonar, Ólafs Arngrímssonar að Heylæk (ættartala) , Guðríðar Gísladóttur (konu Finns biskups Jónssonar), Þórunnar biskupsfrúr Ólafsdóttur, Noregskonungar (ættir), síra Jóns Jónssonar á Helgastöðum (d. 1784), Finns biskups Jónssonar, Gísla biskups Magnússonar, Jakobs Eiríkssonar að Búðum, Jóns biskups Teitssonar, Jóns biskups Árnasonar, síra Jóns Jónssonar í Saurbæjarþingum (d. 1746), Jóns Erlendssonar á Kambi við Króksfjörð (d. 1727), ættartölur frá Grími kamban til Halldórs biskups Brynjólfssonar og til síra Jóns Hannessonar að Mosfelli, frá Gísla biskupi Jónssyni til Ólafs biskups Gíslasonar og Bjarna Halldórssonar að Víkingslæk, ævisaga síra Hallgríms skálds Péturssonar (eftir síra Vigfús Jónsson í Hítardal), ætt frá Jóniu biskupi Arasyni til síra Jóns Brynjólfssonar að Eiðum og víðar, Mólkollsætt til sama, ævisögur Jóns biskups Vídalíns, Jóns sýslumanns Jónssonar að Móeiðarhvoli, ætt Jóns biskups Arasonar (úr riti Lúðvíks Harboes), ætt frá Gunnari Filippussyni í Bolholti, ævisögur Halldórs Bjarnasonar og Valgerðar Þorsteinsdóttur (foreldra uppskrifarans), Stefáns Bjarnasonar (föðurbróður sama), Magnúsar Höskuldssonar að Galtalæk, Einars biskups Þorsteinssonar, Guðrúnar biskupsfrúr Einarsdóttur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Umbrot

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Þorsteinn Halldórsson

Band

Uppruni og ferill

Uppruni

Ísland, 1791-1803.

Aðföng
Lbs 451-477 fol. voru dánargjöf dr. Hannesar Þorsteinssonar til Háskóla Íslands, keypt þaðan af Alþingi til Landsbókasafns og afhent haustið 1938.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 4-5.

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 30. júní 2015.

Viðgerðarsaga

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn