Skráningarfærsla handrits

Lbs 33 fol.

Stjórn ; Ísland, 1765-1845

Titilsíða

Hér er nú rituð bókin Stjórn hvörja componerað hefir Brandur biskup Jónsson en þetta exemplar er gjört eftir codice E[ggerts] Ó[lafs]s[onar] sem er apographum Hlíðarendastjórnar og skallarnir fylltir eftir Þingeyrabók Bjarna H[alldórs]s[onar] sýslumanns. Uppskrifað og samanlesið í Sauðlauksdali við Patreksfjörð árið M.DCC.LX. og V.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-435v)
Stjórn
Titill í handriti

Hér er nú rituð bókin Stjórn hvörja componerað hefir Brandur biskup Jónsson ... Uppskrifað og samanlesið í Sauðlauksdali við Patreksfjörð árið M.DCC.LX. og V.

1.1 (438r-444v)
Athugasemdir
Athugasemd

Athugasemdir við leshætti í Stjórnartextanum

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki

Blaðfjöldi
ii + 444 + i blöð (334-344 mm x 197-210 mm) Meginhluti blaða: 334 x 210 mm. Blöð 438-444: 331-344 mm x 144-197 mm. Auð blöð: 1v, 2, 436, 437 og 439v.
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking 1-2 (3r-3v), 10-870 (6v-435v)

Umbrot

Eyða fyrir upphafsstafi: 3r, 41r

Blöð 441r, 442, 443r tvídálka

Ástand

Gömul viðgerð blöð 348 og 440

Brotið er upp á blöð 440, 442, 443 og 444

Blað 440 er límt á blaðræmu

Autt blað 437 hefur upphaflega verið saurblað

Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu. Samkvæmt handritaskrá eru athugasemd á blað 439r-444v með hendi Hannesar Finnssonar biskups og Steingríms Jónssonar biskups. Blað 438 ef til vill með hendi skrifara handrits.

Óþekktur skrifari

Skreytingar

Titilsíða rauðrituð að hluta

Upphafsstafir á stöku stað stórir og víða skreyttir

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Blað 441v er bréf með skrá yfir greiðendur erfða- og jarðarskatts í Árnessýslu 1810. Skráin er skrifuð að Oddgeirshólum 15. júlí 1811 og undirskrifuð af S[teindóri] Finsen sýslumanni

Fremra saurblað 2 og aftara saurblöð yngri

Fremra saurblað 2r með hendi Páls Pálssonar stúdents: Handrita-safn H[annesar] Finnssonar biskups . Nr. 13 innihaldandi bókina Stjórn (sjá næsta blað)

Band

Léreftsband með tréspjöldum, kjölur þrykktur með gyllingu

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1765-[1845?]
Ferill

Úr safni Hannesar Finnssonar biskups

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 12. nóvember 2009 ; Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 20. júlí 1999
Viðgerðarsaga

Athugað 1999

Lýsigögn
×

Lýsigögn