Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

KG 28

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Tilraun til danskrar og íslenskrar orðabókar; Kaupmannahöfn, 1800-1849

Nafn
Páll Þorbergsson ; Melantrix 
Fæddur
20. júlí 1797 
Dáinn
9. júlí 1831 
Starf
Læknir 
Hlutverk
Höfundur; Nafn í handriti ; Bréfritari; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Rannver H. Hannesson 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Forvörður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jakobsen, Mette 
Starf
Book conservator 
Hlutverk
Forvörður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

Tilraun til danskrar og íslenskrar orðabókar
Titill í handriti

„Tilraun til danskrar og íslenskrar orðabókar, námfúsum landsmönnum til nota, gjörð í hjáverkum af Páli Þorbergssyni cand. chir.“

Aths.

Dönsk-íslensk orðabók. Endar á orðinu „skarn“.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
336 blöð (211 mm x 82 mm). Handritið er í tveimur bindum.
Tölusetning blaða

Arkir eru merktar tölustöfum.

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur. Í örk nr. 40 byrjar ný hönd og þar á eftir eru ýmsar hendur.

Band

Band frá því í apríl 1993.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn. Það er tímasett til fyrri hluta 19. aldar í Katalog II 1892:602.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 6. maí 1993.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

GI skráði 13. ágúst 2012.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over den Arnamagnæanske håndskriftsamling, II. bindi, bls. 602.

Viðgerðarsaga
Viðgert af Rannveri Hannessyni í september 1992 til febrúar 1993. Mette Jakobsen batt í tvö bindi í febrúar til apríl 1993. Eldra band fylgir.
Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
« »