Skráningarfærsla handrits

JS 645 4to

Rímnabók ; Ísland, 1784

Titilsíða

Sex ágætir andlegir rímnaflokkar út af nokkrum merkilegustu tilfellum, samt hinna heilögu patríarka, kónga og spámanna ævisögum hverra getið er, í þeirrar heilögu ritningar gamla testamenti. Í ljóð sett af þeim andríka gáfumanni og gagnorða skáldið séra Jóni Magnússyni í Laufási. Og þar seinasti af Hjálmari Erlendssyni barskera. Nú að nýju uppskrifaðir af Halldóri Jakobssyni. MDCCLXXXIV (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-4v)
Formáli
Efnisorð
2 (5r-119v)
Rímnaflokkur út af ævisögu þeirra fyrstu foreldra, Adams og Evu
Titill í handriti

Rímnaflokkur út af ævisögu þeirra fyrstu foreldra allra manna, Adams og Evu

Upphaf

Sagna grein úr sinnu bý / set ég hljóðs á stræti …

Athugasemd

32 rímur.

Efnisorð
3 (119v-127r)
Rímur af Enok
Titill í handriti

Nokkur rímnaerindi úr af þeim nafnfræga patriarka Enoci, sem upp var numinn til himins

Upphaf

Ég vil bæta mér í munni / mjög er fánýt dagleg ræða …

Athugasemd

2 rímur.

Efnisorð
4 (127v-168v)
Rímur af lífssögu forföðursins Nóa
Upphaf

Glapnast þeim, sem gamall er / gagn þó vinna vildi …

Athugasemd

13 rímur.

Efnisorð
5 (169r-210v)
Rímur af Salómon konungi hinum ríka
Titill í handriti

Rímur af Salomon kóngi

Upphaf

Diktan öll og skáldaskjal / er skemmtunar glósuð nafni …

Athugasemd

15 rímur.

Efnisorð
6 (211r-248r)
Rímur af kónga- og krónikubókunum
Upphaf

Svo skal kveðja sumardag / segja upp líkams önnum …

Athugasemd

Rímur 1- 14.

Efnisorð
7 (248r-251v)
Rímur af hinni sunamitisku kvinnu
Upphaf

Hvers kyns dyggðum hagar betur / hreina trú að læra …

Athugasemd

2 rímur.

Efnisorð
8 (251v-304v)
Rímur af kónga- og krónikubókunum
Upphaf

Svo skal kveðja sumardag / segja upp líkams önnum …

Athugasemd

Rímur 15-32.

Efnisorð
9 (304v-305r)
Kvæði um Jón Magnússon
10 (305v-327v)
Rímur af Jósef og Assenat
Upphaf

Renni fram um ræðugang / rómur minna ljóða …

Athugasemd

9 rímur.

Efnisorð
11 (328r-329v)
Kvæði
12 (330r)
Kvæði

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 330 + i blað (205 mm x 156 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Halldór Jakobsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1784.
Ferill

Úr safni Jóns Árnasonar bókavarðar.

Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir fullskráði 16. september 2016 ; Sigríður Hjördís Jörundsdóttir yfirfór skráningu 21. maí 2012 ; Eva Kamilla Einarsdóttir frumskráði, 15. júní 2011 ; Handritaskrá, 2. b. ; Átaksverkefni 2011.

Lýsigögn