Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

JS 7 fol.

Skoða myndir

Sögubók; Ísland, [1700-1750?]

Nafn
Björn Hjálmarsson 
Fæddur
29. janúar 1769 
Dáinn
17. október 1853 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari; Eigandi; Ljóðskáld; Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
S. Vídalín 
Starf
 
Hlutverk
Ekki vitað 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kristín Magnúsdóttir 
Fædd
1672 
Dáin
1712 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Sigurðsson 
Fæddur
17. júní 1811 
Dáinn
7. desember 1879 
Starf
Fræðimaður; Skjalavörður 
Hlutverk
Fræðimaður; Skrifari; Höfundur; Nafn í handriti ; Eigandi; Gefandi; Bréfritari; Viðtakandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ólafur Johnsen Einarsson 
Fæddur
8. janúar 1809 
Dáinn
28. maí 1885 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Gefandi; Eigandi; Bréfritari; Skrifari; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Kristinn Einarsson 
Fæddur
24. júlí 1996 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sigrún Guðjónsdóttir 
Fædd
14. júní 1946 
Starf
Handritavörður 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-51v)
Orkneyinga saga
Titill í handriti

„Hér hefir fyrst af Orkneyjajöllum eður Orkneyinga þáttur“

Efnisorð
2(52r-85r)
Fljótsdæla saga
Titill í handriti

„Hér byrjar söguna af þeim Helga og Grími Droplaugarsonum“

2.1(79r-85r)
Droplaugarsona saga
Aths.

Síðari hluta Droplaugarsona sögu er hér aukið við Fljótsdælu

3(86r-92v)
Hálfs saga og Hálfsrekka
Titill í handriti

„Hér hefur söguna af [H]álfi kóngi og [H]álfrekkum“

4(93r-104v)
Gunnlaugs saga ormstungu
Titill í handriti

„Hér hefur sögu af Hrafni og Gunnlaugi ormstungu. Eftir fyrirsögn Ara prests hins fróða Þorgilssonar“

5(105r-130v)
Bjarnar saga Hítdælakappa
Titill í handriti

„Hér byrjast sagan af Birni Hítdælakappa“

6(131r-141r)
Hungurvaka
Titill í handriti

„Hungurvaka. Einn lítill bæklingur af fáum biskupum sem verið hafa á Íslandi þeim fyrstu og hvörnin Skálholt var fyrst byggt og þar settur biskupsstóll og af hverjum það var til sett“

Efnisorð
7(141v-175v)
Biskupaannálar
Titill í handriti

„Hér byrjar annála frá anno MCCX til MDLXXI um Skálholtsbiskupa samanskrifaðir af síra Jóni Egilssyni“

8(176r-177v)
Þorsteins þáttur stangarhöggs
Titill í handriti

„Söguþáttur af Þorsteini stangarhögg“

Aths.

Með annarri hendi

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam // Mótmerki: MARCHAIX (1-177).

Blaðfjöldi
ii + 177 + i blöð (295 mm x 200 mm) Autt blað: 85v
Tölusetning blaða

Yngri blaðsíðumerking 1-354 (1r-177v)

Blaðmerkt.

Ástand

Fremra spjaldblað er laust frá spjaldi og er það hluti af sendibréfi, texta má einnig sjá á límhlið

Fremra saurblað 1 er hluti af sendibréfi til séra Björns Hjálmarssonar frá S. Vídalín

Aftara spjaldblað er laust frá spjaldi og er það sendibréf til séra Björns Hjálmarssonar frá Kristínu Magnúsdóttur, texti einnig á límhlið

Skrifarar og skrift

Ein hönd (blöð 176r-177v með annarri hendi)

Óþekktur skrifari

Skreytingar

Víða Skrautstafir

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Samkvæmt handritaskrá er handrit skrifað af Ásgeiri Jónssyni um 1680 en skráningu er hér breytt í samræmi við athugasemdir Jóns Helgasonar í "Byskupasögur sögur" 1938-1978

Band

Skinnband

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1700-1750?]
Aðföng

Jón Sigurðsson hefur fengið handritið frá síra Ólafi E. Johnsen á Stað, 2. október 1856

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Jón Kristinn Einarsson bætti við skráningu 14. september 2018 ; Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 7. júlí 2009 ; Handritaskrá, 2. b. ; Sagnanet 23. janúar 1999
Viðgerðarsaga

Athugað 1997

gömul viðgerð

« »