Skráningarfærsla handrits

ÍB 926 8vo

Geirmundar saga og Gosiló ; Ísland, 1902

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Geirmundar saga og Gosiló
Titill í handriti

Sagan af Geirmundi og Gosiló.

Skrifaraklausa

Saga þessi er skrifuð upp eftir handriti Kemensar Björnssonar, þá unglingsmanni á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd, skrifaði hann það eftir handriti Sigurðar bónda Þorleifssonar, sem skrifaði mikið upp af sögum og rímum. Hann var uppi á dögum H. próf. Stephensen (sbr. líkr.próf. yfir hann í safni bókm.fél.) Eigi mun handr. Klemens vera sumsstaðar rétt afskrifað. Sögu þessa hefi ég getað séð í neinum prentuðum né skrifuðum skrám í bókasöfnum, og ekki heldur, að rímur hafi kveðnar út af henni. Akureyri í mars 1902. Jón Borgfirðingur.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
50 blaðsíður (205 mm x 130 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Jón Borgfirðingur

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1902.
Ferill

ÍB 878 - 980 8vo er komið til bókmenntafélagsins smám saman á árunum 1895 - 1912 frá Jóni Borgfirðingi.

Aðföng

Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 195.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 4. október 2018.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn