Skráningarfærsla handrits

ÍB 841 8vo

Samtíningur, safnað af Þorsteini Þorsteinssyni á Upsum ; Ísland, 1700-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Krukkspá
Titill í handriti

Fragament úr Krukks Spá

Upphaf

Annó 1514 spáir Jón Krukkur eina Jóla nótt …

Athugasemd

Aftast stendur: Þessi blöð skrifað fyrir mig Eiríkur Pálsson á Uppsölum í Svarfaðardal 1860 eftir gömlu og máðu handriti ÞÞorsteinsson.

Efnisorð
2
Veðráttufar
Titill í handriti

Veðráttu Far frá 1800 til 1853

Athugasemd

Aftast stendur: Þetta meina ég að sé eiginhandarrit Gunnlaugs frá Skuggabjörgum í Deildardal í Skagafirði ÞÞorsteinsson.

Efnisorð
3
Ættartala Jóns Sigurðssonar á Urðum
Titill í handriti

Ættartala mín undir skrifaðs

Athugasemd

Aftast stendur: Þetta er eiginhandarrit Jóns Sigurðssonar á Urðum varð 90 ára gamall ÞÞorsteinsson.

Efnisorð
4
Jarðamat í Svarfaðardal
Athugasemd

Útdráttur úr jarðabók 1712-14.

Efnisorð
5
Ævisaga
Titill í handriti

Saga Guðrúnar Ketilsdóttur, af henni sjálfri sögð og orðrétt skrifuð

Athugasemd

Aftast stendur: Uppskrifuð eftir handriti úr Eyjafirði af ÞÞorsteinsson.

6
Ráðgátur
Titill í handriti

Ráðgátur. Safnað hefur Jóhann Rögnvaldsson á Sandá. Árið 1878

Athugasemd

Fremst stendur: Þessar eftirskrifuðu gátur hefur ort og skrifað frændi minn Jóhann Rögnvaldsson bóndi á Sandá í Svarfaðardal, vel greindur maður og hagmæll. Andaðist sumarið 1886. ÞÞorsteinsson.

Efnisorð
7
Þulur og gátur
Athugasemd

Þulur og gátur með hendi Jóhanns Jónssonar í Holti í Svarfaðardal.

Efnisorð
8
Viðskiptabækur
Athugasemd

Tvær viðskiptabækur Þorsteins á Upsum við Höepfners verslun á Akureyri.

Efnisorð
10
Þjóðsögur
Athugasemd

Þjóðsögur með hendi Þorsteins á Upsum og Vigfúsar Jónssonar á Sveinsstöðum í Skíðadal.

Þjóðsögurnar eru dreifðar um handritið.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
116 blöð ( ca. 183 mm x 114 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á 18. og (mest) 19. öld.
Ferill

ÍB 818-852 8vo, eftir bandi að dæma frá Þorsteini Þorkelssyni á Hvarfi, enda í sumum handritunum skrifað með hendi hans.

ÍB 835 og 839-843 8vo hafa verið í eigu Þorsteins Þorsteinssonar á Upsum, en ekki sést, hvort komnar eru beint frá honum.

Aðföng

Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 182-183.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 7. ágúst 2018.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn