Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍB 799 8vo

Galdrabók og lækningabók ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-67v)
Galdrabók
Athugasemd

Vantar framan við, og liggur þar með uppskrift með hendi Sighvats Borgfirðings.

Aftan við er registur.

Á blaði fremst stendur: Ekki til á Íslenskum bókasöfnum. SBfi.

.

Efnisorð
2 (68r-80v)
Um nokkra náttúrusteina
Efnisorð
3 (81r-150v)
Lækningabók
Titill í handriti

Medicus eður fagur blómgaður aldingarður … skrifað og samantekið úr ýmsum læknisbókum af eigandanum H. P. s.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
186 + 138 blaðsíður (168 mm x 102 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu.

H.P.s.

Sighvatur Borgfirðingur

Band

Skinnband og hefir verið með spennum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, skrifað í lok 17. aldar.
Ferill

ÍB 799 - 806 8vo, frá Jóni Borgfirðingi.

Á þetta handrit hefur Benedikt Gabríel Jónsson skrifað nokkuð aftast í fyrsta hluta.

Nafnið Brynjólfur Halldórsson á Kaldbak er aftan á titiblaði Lækningabókarinnar.

Aðföng

Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 175.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 8. maí 2018.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn