Skráningarfærsla handrits

ÍB 768 8vo

Rímur og kvæði ; Ísland, 1850-1860

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Lukkusprang
Titill í handriti

Kvæðið Lukku Spráng

Upphaf

Öllum þykir eitt að þér …

2
Rímur af Líkafróni
Titill í handriti

Rímur af Líkafróni Kóngssyni og köppum hans orktar af Sál Sigurði E. Breiðfjörð skrifaðar að nýju eftir þeim prentuðu í Viðeyjarklaustri 1849, af Kristjáni G. SchramHvítárvöllum

Upphaf

Hamingjan komi og hjálpi mér …

Athugasemd

3 rímur.

Efnisorð
3
Rímbegla
Titill í handriti

Úr Rímbeyglu

Upphaf

Þessi eru höfuð merki, til hvers dags…

Athugasemd

Brot.

Aftan við rímuna er skrifað JBorg.

Efnisorð
4
Tímaríma
Titill í handriti

Tímaríma kveðin af Jóni Einarssyni, lögréttumanni í Vaðasýslu, á Hraukbæ

Upphaf

Forðum hafa fróðir menn …

Athugasemd

Aftan við rímuna er skrifað Rituð 25. mars 1853. Reykjavík J. Jónsson.

Efnisorð
5
Ríma af Jannesi
Titill í handriti

Jannesar ríma. Kveðinn af G. Bergþórssyni

Upphaf

Verður herjans vara bjór …

Athugasemd

Þessi ríma var prentuð 1856 á Akureyri á kostnað G. Laxdal öll röng er við var að búast. JB.

Efnisorð
6
Rímur af Ásmundi og Rósu
Titill í handriti

Rímur af Ásmundi og Rósu orktar af Sigurði Breiðfjörð (eftir eiginhandarriti)

Upphaf

Þó ég vildi þegja hreint …

Athugasemd

Prentsmiðjuhandrit með hendi Jón Borgfirðings.

4 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
42 blöð (174 mm x 106 mm).
Skrifarar og skrift

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1850-1860.
Ferill
ÍB 765-768 8vo frá Jóni Borgfirðingi.
Aðföng

Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 168 .

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 16. apríl 2018.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn