Skráningarfærsla handrits
ÍB 754 8vo
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Barna lærdómur eður útskýring fræðanna ásamt fleiru 1890; Ísland, 18. og 19. öld
Innihald
Útskýring fræðanna
„Útskýring fræðanna minni.“
Óvíst eftir hvern.
Titilblað handritsins er með hendi Þorsteins Þorkelssonar á Hvarfi.
Calendarium Gegorium
„Calendarium Gregorium edur sá nýi stíll.“
Skrifað 1786 eftir Hólaprentinu.
Barn réð benda
„Barn réð benda / brynju frægum [þ]olli…“
„…Vakið víst Guðs ríkis vakanda so játið.“
Heimspekingaskóli
„Þegar fólki er þannig vart / að þenkja upp á gaman…“
„…Amen syngi allir menn / enginn sé honum jafn.“
Lýsing á handriti
Pappír.
Tvær hendur.
Uppruni og ferill
Aftast í handritinu er skrifað: „Blöðin á Arnleif Árnadóttir á Þorsteinsstöðum árið 1829“.
Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).
Aðrar upplýsingar
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 165-166.
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 14. desember 2017.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins | ed. Páll Eggert Ólason [et al.] | 1918-1937; I-III |