Skráningarfærsla handrits

ÍB 193 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1844

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Stóridómur
Titill í handriti

Stóri Alþingis dómur (réttnefndur) blóðhundadómur

Efnisorð
2
Sálmur
Titill í handriti

Sálmur síra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi

Upphaf

Margt er manna bölið / misjafnt drukkið ölið …

Efnisorð
3
Minningarljóð um Árna biskup
Titill í handriti

Þessa grafskrift yfir Árna biskup Þórarinsson samdi biskup Schönheyder á latínu á legstein hans, enn Assesor Benedikt Gröndal lagði út og frumkvað vísurnar neðann undir.

Upphaf

Legstað þessum, líkham sinn …

4
Minningarkvæði
Titill í handriti

Lofvers

Upphaf

Heims aldar höfuð skálda …

5
Prestatal Hannesar biskups
Titill í handriti

Biskups doctors Hannesar Finnssonar prófasta og sóknarprestatal í Skálholtsstipti, frá því um siðaskiptatímann og til ársins 1790. Aukið og framhaldið af Daða Níelssyni Gr. það ítrast hann kunni.

Athugasemd

Prestatal Hannesar með framhaldi eftir Daða Níelsson

Efnisorð
6
Prestatal í Hólabiskupsdæmi
Titill í handriti

D.N. Gr. Prófasta og sóknarprestatal í Hólastipti síðan um siðaskipta tímann fram til þ.á. 44.

Efnisorð
7
Skólameistaratal á Hólum
Titill í handriti

Skólameistarar á Hólum

Skrifaraklausa

Vitnar D.N.Gr. þann 12ta desember 1844.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
84 blöð og seðlar(174 mm x 106 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd; Skrifari:

Daði Níelsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1844.
Ferill

Aftast í handritinu stendur: Þessa bók á ég með öllum rétti og er vel að kominn Baldvin Magnús Stefánsson á Akureyri.

Frá Baldvini M. Stefánssyni á Akureyri 1860.

Aðföng

Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 47.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 2. nóvember 2018.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn