Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,K,16

Vitnisburðarbréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Þetta eftirskrifað framber ég Oddur Svarthöfðason fyrir kongelig majestets commissarium Árna Magnússon …

Athugasemd

Vitnisburðarbréf þar sem Oddur Svarthöfðason kvartar til Árna Magnússonar undan framferði umboðsmannsins Hans Christiansson Rafn, ritað í Vestmannaeyjum 31. maí 1704. Vottar eru Ólafur Árnason, Sigurður Sölmundsson, Þórður Þórðarson og Magnús Erlingsson.

Með fylgir uppskrift af parti af húsavirðingu frá 19. maí 1696, dagsett 31. maí 1704 og undirrituð af Þórði Þórðarsyni, Sigurði Sölmundssyni og Clemusi Jónssyni.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (214 mm x 164 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi ca. 19.

Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu auk undirskrifta.

I. 1r-2v: Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

II. 2v: Ólafur Árnason, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Íslandi 31. maí 1704.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 2. maí 2018.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn