Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,J,1

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Jarðakaupabréf

Nafn
Bjarni Gunnar Ásgeirsson 
Fæddur
8. ágúst 1982 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Danska (aðal); Íslenska

Innihald

1(1r)
Jarðakaupabréf
Upphaf

Efter fuldmagt af den høyædele og welbarne herre, herr Hinrich Bielche til Elling gaard Ridder kongl. Maijst. geheime Raad Rixs Admiral president udi …

Aths.

Afrit þriggja bréfa sem fjalla um sölu jarðarinnar Hólmakots í Borgarfjarðarsýslu. Séra Þorkell Arngímsson kaupir jörðina fyrir hönd séra Jóns Ólafssonar af Ólafi Jónssyni Klow, fulltrúa landfógeta, dags. 8. júní 1677. Bréf um að séra Þorkell hafi greitt Ólafi fyrir jörðina er dagsett 9. júlí 1677.

Sigurður Finnsson, Þorvaldur Finnsson, Árni Hannesson og Bjarni Pétursson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 1. júlí 1703.

Á 2v er utanáskriftin: „Eignarskjöl séra Jóns Eyjólfssonar yngra í Hvammi.“

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
2 blöð (tvíblöðungur) (334 mm x 207 mm). Síður 1v-2r eru auðar.
Ástand
Ástand gott.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi ca. 39.

Skrifarar og skrift

Ein hönd auk undirskrifta.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Fylgigögn

Með tvíblöðungnum fylgir annað smærra blað (256x200 mm) sem virðist hafa verið notað sem umslag utan um annað ótengt bréf. Á það er ritað, að því er virðist með hendi Árna Magnússonar: „Eignarskipti á engjum og úthögum Geitabergs 1596“.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Íslandi árið 1703.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 9. maí 2017. ÞÓS skráði 17. júlí 2020.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

« »