Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,I,2

Jarðakaupabréf

Tungumál textans
danska (aðal); íslenska

Innihald

(1r-1v)
Jarðakaupabréf
Upphaf

Hans kongl. maj: til Danmark og Norge, Geheime Raad: Rigs Admiral: President udi Admiralitet Collegio: Assessor udi Collegio Status og hoÿeste Rett …

Athugasemd

Tvö samhljóða afrit af jarðakaupabréfi þar sem Henrik Bielke selur Eyjólfi Jónssyni jarðir, dags. 28. júní 1676.

Í lok fyrra afritsins (1a) votta Jón Þórðarson og Eyjólfur að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 25. júní 1684.

Í lok seinna afritsins (1b)votta Þorsteinn Ketilsson og Þorsteinn Ólafsson að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 22. júní 1707.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: skjaldarmerki Amsterdam (IS5000-DIF-LXXVI-I2). Stærð: 119 x 111 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 132 mm.

    Mótmerki: fangamark, í vinnslu (IS5000-DIF-LXXVI-I2-wm1). Stærð: 14 x 27 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 52 mm.

    Notað frá 1684 til 1707.

Blaðfjöldi
4 blöð (tveir tvíblöðungar, 1r-2v og 1r-2v) (165 mm x 105 mm). Síður 2r-2v eru auðar á báðum tvíblöðungum utan yngri safnmarka/ártala, rituð með blýanti.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er breytilegur.
  • Línufjöldi er breytilegur.

Ástand
Ástand gott.
Skrifarar og skrift
Tvær hendur auk undirskrifta.

I, 1a: Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

II, 1b: Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Bréfin voru sennilega skrifuð á Íslandi, 1a árið 1684, 1b árið 1707.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 28. apríl 2017. ÞÓS skráði 20. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 14. júní 2023.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn