Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,C3

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Eignaskrá Guðmundar Arasonar; 1650-1690

Nafn
Hannes Eggertsson 
Starf
Hirðstjóri 
Hlutverk
Óákveðið 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Eggert Hannesson 
Fæddur
1515 
Dáinn
1583 
Starf
Lögmaður; Sýslumaður; Hirðstjóri 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Bjarni Gunnar Ásgeirsson 
Fæddur
8. ágúst 1982 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-4r)
Eignaskrá Guðmundar Arasonar
Upphaf

… vetrir og þre … f eld … og 12 veturgamlir … 25 …

Aths.

Afrit af eignaskrá Guðmundar ríka Arasonar. Brot.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn IV, nr. 725, bls. 683-694.

(4r-5r)
Dómur um arf dóttur Guðmundar Arasonar ríka eftir móður sína Helgu Þorleifsdóttur
Upphaf

Anno 1501 ár miðkudaginn næstan eftir Pétursmessu og Páls á almennilegu Öxarárþingi …

Aths.

Afrit af dómi þar sem Solveig Guðmundardóttir er dæmd löglegur erfingi eftir Helgu Þorleifsdóttur móður sína. „Lök og stytt afskrift“ segir í Íslenzku fornbréfasafni.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn VII, nr. 549, bls. 569-572.

(5r-5v)
Fátt eitt um kónga yfir Danmörk og Noregi
Upphaf

Anno 1400 var Eiríkur af Pommeren kóngur yfir Noregsríki og hafði þó dorttning Margrét …

Aths.

Stuttur annáll þar sem listaðir eru nokkrir atburðir á 15. öld. Í lokin er sagt frá Eggert Eggertssyni riddara, syni hans Hannesi Eggertssyni og sonarsyni, Eggert Hannessyni

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Fimm blöð (202 mm x 160 mm).
Ástand
Fremsta blað er nokkuð skemmt, sérstaklega efri helmingur 1r, sem er að hluta til ólæsilegur.
Umbrot

  • Ein- og tvídálka.
  • Línufjöldi er ca 29.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Óþekktur skrifari. Fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi ca 1670.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 23. mars 2017.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
ed. [ Jón Þorkelsson ]1897; 4
ed. [ Jón Þorkelsson ]1903-1907; 7
« »