Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,60

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Landvarnadómur Hákonar Björnssonar; 1694-1703

Nafn
Ólafur Einarsson 
Fæddur
1639 
Dáinn
24. mars 1717 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r)
Landvarnadómur Hákonar Björnssonar
Upphaf

… að landsdrottinn mætti með lögum fráskilja …

Aths.

Afrit af niðurlagi (14 línur yfirstrikaðar) Landvarnardóms Hákonar Björnssonar, umboðsmanns í Rangárþingi.

Á spássíu við efnisgreinina stendur: „Úr Landvar(ð)nardómi 1583 eða 1587“.

Efnisorð
(1r-2v)
Skipapóstur
Upphaf

Anno 1694 þann 2. júní að Heiði í Mýrdal

Aths.

Afrit af Skipapósti Ólafs Einarssonar sýslumanns.

Á eftir fer vitnisburður um að rétt sé skrifað eftir Alþingisbókinni 1695, 45. pósti. Undirritaður af Sigurði Björnssyni m.e.h.

Neðst stendur: „Þetta fyrrskrifað að vera rétt útkópierað meðkennir undirskrifaður Ólafur Einarsson m.e.h.“

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (328 mm x 210 mm).
Ástand
Blöðin hafa verið brotin saman og er letrið dálítið snjáð í brotunum.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 295 mm x 185 mm
  • Línufjöldi er ca 46.

Skrifarar og skrift

Að mestu ein hönd, auk nokkurra eiginhandarundirskrifta. Aftasta efnisgreinin er með hendi Ólafs Einarssonar sem skrifar nafn sitt undir m.e.h.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi á árunum 1694 og 1703.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEIP5 11. október 2016.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

« »