Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,56

Jarðakaupabréf

Tungumál textans
danska (aðal); íslenska

Innihald

(1r-1v)
Jarðakaupabréf
Upphaf

Vi underskrefne Sal. Rigs Admiral Herre Hendrich Bielkes arfvinger …

Athugasemd

Afrit af jarðakaupabréfi dags. 25. apríl 1690, þar sem erfingjar Henriks Bielke selja Jóni Péturssyni jarðir í Bakkaumboði í Rangárvallasýslu.

Á eftir bréfinu fer vitnisburður á dönsku um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi 18. júní 1703 undirritaður af Rasmus Hansen og Gísla Jónssyni.

Á síðu 2v er ritað: Kaupbréf fyrir þeim jörðum í Rangárvallasýslu sem kallast Bakkaumboð og nú (1703) tilheyrir 2 bræðrum, sr. Jóni Erlingssyni og sr. Hannesi Erlingssyni.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: skjaldarmerki Amsterdam (IS5000-DIF-LXXV-56). Stærð: 114 x 120 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 130 mm.

    Mótmerki: nafn PIOLLY (IS5000-DIF-LXXV-56-wm1). Stærð: 17 x 86 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 112 mm.

    Notað frá 1680 til 1703.

Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (325 mm x 419 mm). Blaðsíða 2r er auð.
Umbrot

  • Eindálka.

Ástand
Bleksmitun og blettir.
Skrifarar og skrift
Að mestu ein hönd, auk eiginhandarundirskrifta.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi á árunum 1690-1703.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEI P5 17. mars 2017. ÞÓS skráði 17. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 12. júní 2023.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn