Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,41

Kaupbréf fyrir jörðinni Saltvík

Tungumál textans
danska (aðal); íslenska

Innihald

(1r-v)
Kaupbréf fyrir jörðinni Saltvík
Titill í handriti

Kópía af kongelig majestets konfirmationsbréfi upp á kaup jarðarinnar Saltvíkur

Upphaf

Vi, Christian den femte, af Guds nåde, konge til Danmarkis og Norge …

Athugasemd

Afrit af bréfi Kristjáns V. Danakonungs dags. 12. júní 1671. Í því koma m.a. fyrir nöfnin Einar Þorsteinsson og Gabriel Marcellis.

Afritið er dags. 12. október 1685 og því fylgir vitnisburður um að rétt sé eftir frumbréfinu skrifað.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: skjaldarmerki Amsterdam (IS5000-DIF-LXXV-41). Stærð: 105 x 110 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 129 mm.

    Mótmerki: fangamark LLAR (IS5000-DIF-LXXV-41-wm1). Stærð: 11 x 42 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 26 mm.

    Notað í 1685.

Blaðfjöldi
Tvíblöðungur í fólíóbroti (322 mm x 410 mm). Bl. 2 er autt.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 280 mm x 170 mm
  • Línufjöldi er 25-36.

Ástand
Blöðin eru í góðu ásigkomulagi.
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu.

Sennilega hönd Skúla Þorlákssonar, fljótaskrift.

Skreytingar

Bókahnútur neðst á bl. 1r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Neðst hefur Jón Jónsson Thorlacius ritað: Þessi aðkomst er viðlík pergamentsbréfinu, hvað ég testera með mínu nafni. Að Berufirði 19. júní 1703.
  • Efst í vinstra horni 1r er safnmark ritað með svörtu bleki og ártalið 1671 með blýanti.
Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi 12. október 1685.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 6. mars 2017.
  • ÞS yfirfór og jók við 21. júlí 2017. ÞÓS skráði 23. júlí 2020.
  • EM uppfærði vatnsmerkin 12. júní 2023.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn