Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,22

Tíundir Skálholtsstóls

Tungumál textans
danska (aðal); íslenska

Innihald

(1r-v)
Tíundir Skálholtsstóls
Vensl

Uppskrift eftir frumbréfi, gerð árið 1643, í AM 258 4to, bls. 12-13, m.h. Hákonar Ormssonar sýslumanns.

Upphaf

Vi, Frederik den anden, med Guds nåde, Danmarks, Norges …

Niðurlag

… Under vort signet, Frederik.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn XIV, nr. 258, bls. 360-361.

Athugasemd

Uppskrift eftir bréfi frá 13. apríl 1565, þar sem konungur leggur til Skálholtsstóls tíundir úr Rangárvalla- og Barðastrandarsýslum.

Undir (á bl. 1v-2r) votta Magnús Magnússon og Árni Hannesson að bréfið sé skrifað upp eftir frumriti, dags. 30. janúar 1703.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: í vinnslu (IS5000-DIF-LXXV-22), vatnsmerki á miðju blaði 2. Stærð: 61 x 73 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 70 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað í 1703.

Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (303 mm x 195 mm). Bl. 2v autt.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 230-250 mm x 140-145 mm
  • Línufjöldi er 24.

Skrifarar og skrift
Tvær hendur, auk tveggja eiginhandarundirskrifta.

Bl. 1r-v: Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Bl. 1v-2r: Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Fylgigögn
Laus seðill m. h. Árna Magnússonar: Kona sr. Egils Helgasonar á Fagurey. Líklega er átt við sr. Egil Helgason í Hvalgröfum, en hann átti jarðir á Snæfellsnesi. Kona hans hét Ragnhildur Þórðardóttir.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi 30. júní 1703.
Ferill
Árni Magnússon hefur líklega fengið skjalið frá konu Egils Helgasonar á Fagurey.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEIP5 15. febrúar 2017. ÞÓS skráði 17. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 8. júní 2023.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill:
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: 14
Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,22
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn