Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,21

Vitnisburðarbréf um máldaga Höfðakirkju ; Íslandi

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf um máldaga Höfðakirkju
Upphaf

Það gjörum vér Jón Jónsson, Guðmundur Björnsson og Sveinn Bárðarson prestar góðum mönnum kunnugt með þessu voru opnu bréfi, að vér höfum séð og yfir lesið 2 kirkjunnar máldaga á Hólum …

Notaskrá

Skjalið er prentað í Íslenzku fornbréfasafni14, nr. 244, bls. s. 343.

Athugasemd

Uppskrift af vitnisburðarbréfi Jóns Jónssonar, Guðmundar Björnssonar og Sveins Bárðarsonar um máldaga Höfðakirkju, einn frá 1395 og annan frá 1461. Vitnisburðarbréfið er dagsett 8. febrúar 1565.

Uppskriftin mun vera gerð fyrir Árna Magnússon en á 2v er ritað: Þetta er skrifað eftir óundirskriftaðri og innsiglalausri kópíu á pappír, sem liggur á Höfða.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: skjaldarmerki (brot) (IS5000-DIF-LXXV-21). Stærð: ? x 80 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 76 mm.

    Notað frá 1690 til 1710.

Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (166 mm x 104 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið er skrifað efst á bl. 1r auk ártalsins 1565.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var sennilega skrifað á Íslandi ca. 1650-1750.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu á árinu 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 21. ágúst 2018. ÞÓS skráði 24. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 8. júní 2023.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn