Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,35

Jarðakaupabréf um Kaldaðarnes á Ströndum ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Jarðakaupabréf um Kaldaðarnes á Ströndum
Upphaf

Það gjörum vér Lýður Magnússon, Jón Arngrímsson og Hannes Þórðarson góðum mönnum kunnigt með þessu voru opnu bréfi …

Niðurlag

… í sama stað á ári og degi sem fyrr greinir. Lýður Magnússon með eigin hendi, Jón Arngrímsson, Hannes Þórðarson með eigin hendi.

Athugasemd

Jarðakaupabréf eftir máldaganum. Byggingarbréf fyrir Kaldaðarnesi á Ströndum. Á meðfylgjandi seðli: Um legkaup fyrir skilja item tilkall allra tolla eftir máldaganum, og yfirskrift: Byggingarbréf Páls Jónssonar fyrir Kaldaðarnesi.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam (IS5000-DIF-LXXIV-35). Stærð: 94 x 98 mm.

    Mótmerki: fangamark (í vinnslu) (IS5000-DIF-LXXIV-35frak). Stærð: 20 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 29 mm.

    Notað í 1684.

Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (208 mm x 163 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 184 mm x 134 mm.
  • Línufjöldi er 27.

Ástand
Gert hefur verið við rifur og göt.
Skrifarar og skrift

Lýður Magnússon, léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið á bl. 1r.

Dagsetning með blýanti efst í hægra horni á bl. 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Fylgigögn
Laus seðill (88mm x 27mm): NB. Um legkaup fyrir skilja item tilkall allra tolla eftir máldaganum og hann haldi við jörðina landi og öðru sem að fornu fyrirsvar gjörum eftir venju.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Skarðsströnd.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 22. ágúst 2017. ÞÓS skráði 20. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 8. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn