Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,29

Landamerkjabréf ; Ísland

Tungumál textans
hollenska (aðal); íslenska

Innihald

1 (1r)
Landamerkjabréf
Upphaf

Þetta eru kölluð landamerki, í milli Snartarstaða og Brekku …

Athugasemd

Landamerkjabréf þar sem mörkunum milli Snartarstaða og Brekku er lýst. Bréfið er dagsett 22. maí 1673.

Utanáskrift á 1v: Landamerki millum Snartarstaða og Brekku send frá Presthólum af sr. Þorvaldi Jónssyni anno 1674.

2 (1r-v)
Jarðalýsing
Upphaf

Elskulegi herra, mér gleymdist í bréfinu að minnast á það sem þér óskuðuð af mér í yðar bréfi sem er að describera yður Þistilsfjarðar og Langanesbænda jarðir …

Athugasemd

Lýsing á jörðum í Þistilfirði og á Langanesi og sagt frá eigendum þeirra. Skrifað af Þorvaldi Jónssyni 23. maí 1674.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvö blöð. I: 161 mm x 101 mm). Bl. 1v er autt að mestu. II. 205 mm x 164 mm
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Séra Þorvaldur Jónsson, fljótaskrift með léttiskriftareinkennum.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Fylgigögn

Með fylgir samanbrotinn seðill (159 x 209 mm) sem sennilega hefur verið notaður sem umslag. Auk safnmarks og ártals er ritað framan á hann (1r) Um jarðir á Langanesi með hendi Árna Magnússonar. Á innanverðum seðlinum (1v-2r) eru leifar af textum sem að hluta til hafa verið skornir af, annars vegar nokkuð sem virðist vera utanáskrift til [Brynjólfs] Sveinssonar biskups og hins vegar texti þar sem stendur S Þorkell J … um aflausn … mt 9 feb 1661.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi 1674.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 16. júlí 2018.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1997 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn