Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,19

Kjörbréf lögmanns ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Kjörbréf lögmanns
Upphaf

Anno Domini 1619 þann 30. dag júní á almennilegu Öxarárþingi …

Niðurlag

… svo framt hans högmegtigheit vill það svo standa láta.

Athugasemd

Kjörbréf af Alþingi til handa Halldóri Ólafssyni að vera lögmaður norðan og vestan, útgefið á Öxarárþingi 30. júní 1619 af Gísla lögmanni Hákonarsyni.

Á bl. 2v: Huis paa Altingitt bleff sluttitt om enn Laugmand.

Undir skrifar Gísli Hákonarson E.h.

Skjalið er prentað í Alþingisbókum Íslands IV, 487-489 og Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta II, 239-240..

Frumbréfið er í AM LXXIII, 15.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: í vinnslu (IS5000-DIF-LXXIV-19), fyrir miðju bl. 2. Stærð: 45 x 44 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 46 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað í 1619.

Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (330 mm x 208 mm). Bl. 2 autt utan yfirskriftar á bl. 2v.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er292 mm x 160 mm.
  • Línufjöldi er 33.

Ástand
Skorið hefur verið af bl. 1 þannig að örlítið hefur glatast aftan af nokkrum orðum, þó ekki nema hluti af einstaka staf.
Skrifarar og skrift

Gísli Hákonarson, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið er skrifað efst á bl. 1r og safnmarkið Fasc. LXXIII, nr. 15 innan sviga.

Ártalið 1619 er skrifað með blýanti efst í hægra horni bl. 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi 30. júní 1619.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 22. ágúst 2017.
  • ÞS lagfærði og jók við 3. október 2017.
  • ÞÓS skráði 17. júlí 2020.
  • EM uppfærði vatnsmerkin 13. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmennta að fornu og nýju
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Þorkelsson
Umfang: II
Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,19
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn