Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,16

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups Þorlákssonar og fleira; Ísland

Nafn
Jón Sigurðsson 
Fæddur
1565 
Dáinn
26. maí 1635 
Starf
Lögmaður 
Hlutverk
Óákveðið; Nafn í handriti ; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðbrandur Þorláksson 
Dáinn
20. júlí 1627 
Starf
Biskup 
Hlutverk
Eigandi; Höfundur; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Reynistaður 
Sókn
Staðarhreppur 
Sýsla
Skagafjarðarsýsla 
Svæði
Norðlendingafjórðungur 
Land
Ísland 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jack Hartley 
Fæddur
31. maí 1993 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-2r)
Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups Þorlákssonar og fleira
Upphaf

Náð og friður Guðs sé yður í lífi og sálu með verandi …

Niðurlag

„… Hefi nú að sinni ekki tóm né tíma að skrifa yður til bréf svar upp á það sem mér næst senduð. Því bið ég yður að halda það til góða.“

Aths.

Bréf Jóns lögmanns Sigurðssonar til Guðbrands biskups um morðbréfin, gjaftolla og fleira

Bréfið er dagsett 27. Aprilis 1608 og undirritað af Jóni Sigurðssyni (bl. 1v.

Á bl. 2v: „Frómum heiðursverðugum herra Biskup Guðbrandi Þorlákssyni. Superintendenti yfir Hólastifti vinsamlega tilskrifað.“

Í Alþingisbókum IV segir: „Þegar þetta bréf er ritað, er Morðbréfabæklingurinn síðasti (1608) sýnilega kominn út, og er að draga upp bliku til nýrra morðbréfamála milli biskups og Jóns Ólafssonar, og sú skúr kom niður. En sökum glötunar Alþingisbóka um þessi ár, vita menn ekki um þau mál til hlítar“ (bls. 95).

Uppskrift eftir þessu frumbréfi er í AM Dipl. Isl. Apogr. 5751.

Skjalið er prentað í Alþingisbókum Íslands bindi IV, bls. 95-99.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (205 mm x 169 mm).
Kveraskipan
Tvinn.
Ástand

Blettir.

Gat á innri spássíu bl. 2 en skerðir ekki texta.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 175 mm x 145 mm.
  • Línufjöldi er 36.

Skrifarar og skrift

Jón Sigurðsson, léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið er skrifað efst í vinstra horni bl. 1r.

Dagsetning er skrifuð með blýanti efst í vinstra horni bl. 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Innsigli

Lítið innsigli á 2v.

Fylgigögn
Laus seðill: „afskr. V 21“.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi, nánar tiltekið á Reynistað í Skagafirði 27. apríl 1608.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 28. júlí 2017.
  • ÞS lagfærði og jók við 2.-3. október 2017.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Alþingisbækur Íslands IV, 1606-16191920-1924; IV
« »