Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,10

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Vitnisburður um arf eftir Þórunni Jónsdóttur; Ísland, 1590-1600

Nafn
Jón Björnsson 
Fæddur
1538 
Dáinn
19. mars 1613 
Starf
Sýslumaður 
Hlutverk
Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Magnús Björnsson 
Fæddur
1541 
Starf
Lögréttumaður 
Hlutverk
Óákveðið 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Jónsdóttir 
Fædd
1511 
Dáin
13. desember 1593 
Starf
Húsfreyja 
Hlutverk
name 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jack Hartley 
Fæddur
31. maí 1993 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-2v)
Vitnisburður um arf eftir Þórunni Jónsdóttur
Upphaf

Anno 1597 á föstudaginn næstan eftir Pétursmessu og Páls á almennilegu Öxarárþingi eftir lögfestu Péturs Pálssonar, vorum við Jón Jónsson og Skúli Jónsson þar staddir …

Niðurlag

„… Og til sanninda hér um þrykkjum við okkar innsiglum fyrir þetta bréf hvert skrifað var í sama stað, degi og ári sem fyrr segir.“

Aths.

Um arf Jóns Björnssonar og Magnúsar Björnssonar eftir föðursystur sína, Þórunni Jónsdóttur.

Á bl. 4v stendur: „Tilboð Jóns Björnssonar að svara þeim lögmönnum sem uppá arf Þórunnar Jónsdóttur vildu tala. NB 1597“.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Eitt blað (150 mm x 195 mm). Bl. 1v og 2r eru auð.
Ástand
Aftasta blaðið er nokkuð skítugt.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 90 mm x 170 mm.
  • Línufjöldi er 14.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið er skrifað efst á bl. 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Innsigli

Leifar af tveimur innsiglum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi 1597.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 28. júlí 2017.
  • ÞS lagfærði og jók við 27. september 2017.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
« »