Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,3

Sjöttardómur um þingreið Austfirðinga ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-v)
Sjöttardómur um þingreið Austfirðinga
Titill í handriti

Geithellnadómur um þingreið þeirra frá Austfjörðum

Vensl

Eftirrit með hendi Halldórs Hjálmarssonar konrektors í JS 214 4to, frá ca 1802.

Upphaf

Vér eftirskrifaðir Björn Þorleifsson, Halldór Skúlason, Jón Eiríksson, Þorsteinn Oddsson, Þorlákur Finnsson, Jón Vigfússon, svarnir lögréttumenn, gjörum öllum og sérhverjum kunnigt …

Niðurlag

… og setti sitt innsigli með vorum innsiglum fyrir þetta dómsbréf skrifað í sama stað sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnXV. nr. 125, bls. 153. Reykjavík 1947-50.

Athugasemd

Titill er fyrir miðri versósíðu.

Sjöttardómur, kvaddur af Páli Vigfússyni lögmanni, um vanrækslu Eiríks Árnasonar sýslumanns um þingreið úr sýslu sinni.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Eitt blað (230 mm x 295 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 130 mm x 270 mm.
  • Línufjöldi 25.
  • Brotið er upp á blaðið að neðan og er laust frá.

Ástand
Blaðið er nokkuð notkunarnúið. Viðgert á jöðrum og í broti.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmark er skrifað á uppábrot að neðan.

Innan á uppábrotinu er fremsti hluti 9 lína texta með annarri hendi.

Dagsetning bréfsins er skrifuð með blýanti efst í hægra horni bl. 1r og einnig vinstra megin við textann að ofan með bláum lit. Þar fyrir neðan er númerið 448.

Efst á bl. 1r stendur: og skyldu; líklega er um að ræða leiðréttingu, sem útgefandi telur að eigi heima á eftir hans kallan í 15. línu.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað í Engihlíð í Húnavatnsþingi á Íslandi 30. september 1568.

Ferill

Í Íslenzku fornbréfasafni stendur: Er úr "svarta foliantinum" á Hólum, og hefir á 19. öld borizt að safni Árna Magnússonar. - JS 214 4to, bls. 706-8 m. h.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 20. júlí 2017.
  • ÞS yfirfór og jók við 21. ágúst 2017.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,3
  • Efnisorð
  • Dómar
    Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn