Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,3

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Sjöttardómur um þingreið Austfirðinga; Ísland

Nafn
Halldór Hjálmarsson 
Fæddur
1745 
Dáinn
1805 
Starf
Konrektor 
Hlutverk
Skrifari; Bréfritari; Viðtakandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Páll Vigfússon 
Fæddur
1511 
Dáinn
1570 
Starf
Lögmaður 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Eiríkur Árnason ; prestahatari 
Dáinn
1587 
Starf
Sýslumaður; Klausturhaldari 
Hlutverk
Ljóðskáld; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jack Hartley 
Fæddur
31. maí 1993 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-v)
Sjöttardómur um þingreið Austfirðinga
Titill í handriti

„Geithellnadómur um þingreið þeirra frá Austfjörðum“

Upphaf

Vér eftirskrifaðir Björn Þorleifsson, Halldór Skúlason, Jón Eiríksson, Þorsteinn Oddsson, Þorlákur Finnsson, Jón Vigfússon, svarnir lögréttumenn, gjörum öllum og sérhverjum kunnigt …

Niðurlag

„… og setti sitt innsigli með vorum innsiglum fyrir þetta dómsbréf skrifað í sama stað sem fyrr segir.“

Vensl

Eftirrit með hendi Halldórs Hjálmarssonar konrektors í JS 214 4to, frá ca 1802.

Aths.

Titill er fyrir miðri versósíðu.

Sjöttardómur, kvaddur af Páli Vigfússyni lögmanni, um vanrækslu Eiríks Árnasonar sýslumanns um þingreið úr sýslu sinni.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn bindi XV. nr. 125, bls. 153. Reykjavík 1947-50.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Eitt blað (230 mm x 295 mm).
Ástand
Blaðið er nokkuð notkunarnúið. Viðgert á jöðrum og í broti.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 130 mm x 270 mm.
  • Línufjöldi 25.
  • Brotið er upp á blaðið að neðan og er laust frá.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmark er skrifað á uppábrot að neðan.

Innan á uppábrotinu er fremsti hluti 9 lína texta með annarri hendi.

Dagsetning bréfsins er skrifuð með blýanti efst í hægra horni bl. 1r og einnig vinstra megin við textann að ofan með bláum lit. Þar fyrir neðan er númerið 448.

Efst á bl. 1r stendur: „og skyldu“; líklega er um að ræða leiðréttingu, sem útgefandi telur að eigi heima á eftir „hans kallan“ í 15. línu.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað í Engihlíð í Húnavatnsþingi á Íslandi 30. september 1568.

Ferill

Í Íslenzku fornbréfasafni stendur: „Er úr "svarta foliantinum" á Hólum, og hefir á 19. öld borizt að safni Árna Magnússonar. - JS 214 4to, bls. 706-8 m. h.“

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 20. júlí 2017.
  • ÞS yfirfór og jók við 21. ágúst 2017.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Diplomatarium Islandicum: Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörnínga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða Íslenzka menned. Jón Sigurðsson1857-1972; I-XVI
« »