Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,2

Vitnisburður um landamerki Engihlíðar í Húnavatnsþingi ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-v)
Vitnisburður um landamerki Engihlíðar í Húnavatnsþingi
Upphaf

Svofelldan vitnisburð berum við Björn Nikulásson og Jón Oddsson: Við höfum vitað hvað haldið hefur verið …

Niðurlag

… og tvö ár á mánudaginn næstan fyrir Matthíasmessu um haustið.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn, IX. nr. 519, bls. 627. Reykjavík 1909-1913.

Athugasemd

Tvær afskriftir eru af bréfinu, í AM Apogr. 593 og 5764.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Eitt blað (117 mm x 198 mm). Auk þess er 17 mm uppábrot að neðan.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 88 mm x 165 mm. Upphafsstafur utan leturflatar.
  • Línufjöldi er 14.

Ástand

Bréfið er skítugt og blettótt eftir vatnsskemmdir. Gert hefur verið við smágöt, sem skerða þó ekki texta.

Rifur í pappír neðarlega hafa verið saumaðar saman til að halda skinnþveng af innsigli.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmark efst á bl. 1r.

Dagsetning bréfsins með blýanti efst í vinstra horni bl. 1r.

Á bl. 1v stendur: Um landamerki Engihlíðar og með annarri hendi: Þessi orð skal.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Innsigli

Bæði innsiglin eru dottin af en skinnþvengurinn af síðara innsiglinu lafir enn við bréfið.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi 16. september 1532.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 19. júlí 2017.
  • ÞS las yfir og jók við 21. ágúst 2017.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn